föstudagur, janúar 19, 2007

Dagurinn byrjaði snemma, ég fór á fætur klukkan 4 í nótt og skutlaði ástinni minni á völlinn þar sem hún er að fara með Sæunni til Danmerkur. Ég get nú ekki neitað því að ég hafi verið nokkuð þreyttur en ákvað samt að fara í vinnuna. Var komin um 6 í morgunsárið og náði að selja 2 ferðir, nokkuð gott miðað við það að ég var vel sofandi á meðan ég gerði þetta.
Núna er ég bara eins og auli, finnst ég vera hálf vængbrotinn, það eru 6 tímar síðan ég talaði við elskuna mína og ég er því líkt farin að sakna hennar að mig langar bara heim og undir sæng. Það er nú ekki eins og það sé langt í að hún komi heim en samt er ég alveg að drepast úr söknuð.

Annað er það að frænda partýið er að breytast í kvöld, ég býst nú við því að það verði hittingur en Ómar og Steini frændi eru að verða algjörar kellingar, eru bara að fara að hitta kellingarnar í kvöld útaf bóndadeginum í einhverjum bústað, engin öfund þar á ferð þar sem konan mín er í DK. Ætli það verði ekki bara póker og öl í kvöld með tengdakvikindunum og Skuugell frænda að norðan.

Langar svo að þakka öllum fyrir kveðjurnar á síðunni og í síma um erfingjan okkar Evu. Mange tak!

mánudagur, janúar 15, 2007

Þokkalega massív helgi að baki, ég fór í próf á laugardeginum sem var nokkuð erfitt þar sem ég fékk erfiðasta verkefnið af 3 sem voru í boði en náði að tækla það. Um daginn var síðan farið í það að hjálpa til á Nesveginum á tveim stöðum, annarsvega á 52 þar sem ég bý og svo á 63 þar sem mamma er að flytja. Maður sá sóma sinn í því að hjálpa mömmu gömlu með pensil í annarri og bjór í hinni. Það var hrikalega "gaman" en eftirá er mjög skemmtilegt að sjá muninn. Sunnudagurinn fór í það að fara í skólan og fá einkunina frá deginum áður. Mér gekk nú sæmilega og er núna búin að ná Klassísku nuddi, Svæðanuddi og Íþrótanuddi.

Þessi vika verður algjört yndi þar sem við Eva erum að fara í 20 vikan sónar á Fimmtudaginn. Mæðraskoðun er á föstudaginn og svo um kvöldið á föstudaginn er frændadjamm, Ómar frændi, Skúli og Steini að Norðan og svo ég og Íbbi aka "tankur". Annars er að byrja kennsla á nýju nuddi í skólanum, heildrænt nudd hjá Fjólu sem er aðeins búin að vera með okkur og ég býst við því að það verði geðveikt skemmtilegt.

Í dag eru 11 dagar í ferð til Denmark til Dabba brósa og Gerðar. Við förum 3 út, Eva fer með Sæunni vinkonu sinni til Köben og ég fer einn til Århus. Svo tvem dögum seinna kemur Eva til mín og Sæa fer heim á klakan. Við verðum í 2 daga hjá D&G og förum svo heim. Verður bara gaman. Og ekki er verra að HM í handbolta er að fara að byrja.

föstudagur, janúar 12, 2007

Smá brandari hérna á ferð:

Gunni var nýkominn úr viku brúðkaupsferð, besti vinur hans spurði hvernig hefði gengið. Fyrstu nóttina gerðum við það níu sinnum. Aðra nóttina, átta sinnum. Þriðju nóttina, sjö sinnum. Fjórðu nóttina, sex sinnum. Fimmtu nóttina, fimm sinnum. Sjöttu nóttina, fjórum sinnum og síðustu nóttina, ekkert. Ekkert?, sagði vinurinn, af hverju?.Hey, hefur þú einhvern tíman reynt að stinga sykurpúða í stöðumæli?.
Eftir sex ára hjónaband þá var eigin konan hans Baldurs farin að verð frekar pirruð þá því að Baldur vildi en bara ríða með slökkt ljósin. Hún á hvað að næst þegar þau væru að gera það myndi hún kveikja ljósin. Sem og hún gerði. Þegar ljósið kviknaði sá hún að Baldur var að ríða henni með gervi tilla "Þú getu lausa fífl" öskraði hún. "Hvernig vogarðu þér að ríða mér með þessu öll þessi ár, það er eins gott að þú getir útskýrt þetta.""Það skal ég gera með glöðu geði" Segir Baldur "Ef þú getur útskýrt börnin okkar þrjú."

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Þá er maður hættur í þessari Hot or Not vitleysu, kallinn hættir á toppnum með 9.6 í einkunn. Ekki slæmt fyrir kappann. Annað er það að ég á ammmæli í dag! 24 árum eldri, harðgiftur, á von á barni og búin að kaupa minn fyrsta bíl. Er að klára það nám sem ég hafði í hug að fara í og í alveg ágætis vinnu. Bara nokkuð gaman af þessu. Er að leita af íbúð handa okkur þrem og vonast til að finna eitthvað sem fyrst. Nenni ekki að eyða of miklum tíma í að leita af íbúð. But off to work!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Þá er skólinn að byrja í dag, er nú varla að nenna því. Fannst þetta frí fara bara fram hjá mér. Ég er svo þreyttur ennþá að ég er ekki að ná mér fram úr rúmminu á morgnana. Ég get nú samt ekkert kvartað, ástin mín hún Eva er ekkert sérstaklega vel hvíld. Hún er mun þreyttari að sjá en ég og ég hálf partinn finn til með henni. Væri alveg til í að taka eitthvað af þessari þreytu af henni svo að henni líði aðeins betur. En þá er komið að fréttum:
1. Við Eva erum að fara í 20 vikna sónar í næstu viku, þann 18. Jan og þá koma myndir
2. Við Eva erum að fara til Danmerkur 26. Jan og verðum í 5 daga hjá Dabba brósa
3. Ég er að byrja í "prófum" aftur þar sem ég er að fara í lokapróf 13. Jan í íþróttanuddi
4. Davíð og Gerður byrja í prófum 15. Jan og eru búin 22. Jan
5. Ég er að byrja í átaki í dag, lyfta og hreyfa sig í hádeginu á hverjum degi næstu 3 mán
6. Mamma er á fullu að laga nýju íbúðina og taka hana í gegn
7. Ég og Eva erum aðeins byrjuð á því að leita okkur að íbúð, helst í vestuhluta borgarinnar.

Over and out!

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ég vil bara byrja á því að óska öllum gleðilegst nýs árs og vona að allir hafi haft það sem best yfir hátíðarnar. Ég hafði það allavega mjög gott, át eins og ég ætti lífið að leysa og þetta væri mín síðasta máltíð í öll þau skipti sem ég sat við troðið borðið í veislunum yfir hátíðarnar. Fannst maturinn allavega ekkert vondur. Fékk fullt af fínum gjöfum og fannst þessi "stress" tími bara koma vel út. Svaf reyndar frekar illa en það skiptir engu máli.

Ég fór í gamlársbolta með strákunum í Gróttu sem var algjör snilld, átti flottasta move-ið en jafnframt ömurlegasta move-ið þar sem ég skoraði ömurlegt sjálfsmark. En í staðinn setti karlinn eitt gott mark. Eftir boltan var ég að drepast í líkamanum sem segir mér mjög margt um ástand mitt líkamlega. Maður þarf greinilega að taka sig á. Um kvöldið var sprengt fyrir allan peninginn og mér fannst þetta vera algjört snelldar kvöld.

Svo fer að styttast í þetta, ég á ammmæli 11 janúar. Veit nú ekki alveg hvað ég ætla að gera í tilefni hækkandi aldurs. En mar finnur uppá einhverju skemmtilegu að gera. Over and out!