fimmtudagur, febrúar 05, 2004

blessaður dagurinn er runninn í garð eftir góðan svefn og mikla niðurlægingu. ég fór á leikrit í gær sem heitir fimm kellingar punktur net eða eitthvað og það var mjög fróðlegt. það var ekki skafað af því að það var fyndið en karlpeningurinn fer ekkert sérstaklega vel útúr þessari uppsetningu fimm kellinga. menn voru rifnir í spað af þessum konum, gert grín af okkur og hreinlega teknir í spari-gatið, án gríns. við reyndum að labba með hausinn upréttan út en því miður var það mjög erfitt eftir að vera tekinn svona rosalega. jújú það var mjög fyndið en eitthvað var það sem pirraði mig við það. ef ég væri þessi karlrembu-týpa þá hefði maður labbað út en maður sá hvað þær voru góðar og ekkert þeim að kenna að þær halda að allir karlmenn séu bara ömurlegir er bara rugl. við erum með sál og eigi gallalausir en við gerum okkar besta. jæja þá var það búið, við eva fórum einnig á leik í gær, grótta /kr - haukar sem endaði með tapi gróttu/kr 32-33 sem er ekki hægt að segja annað en að þær stóðu sig suddalega vel og eiga hrós skilið. næstum dýrasta handboltalið í íslenskum kvennabolta var ekkert að hrista af sér það næstum því ódýrasta. eina manneskjan sem gat eitthvað í þessu haukaliði var rammune sem er eitthvað útlenskt kvik... sem er allt og góð. en grótta/kr ég tek ofan fyrir ykkur og þið stóðuð ykkur eins og hetjur. maðurinn var líka að borða í gær fyrstu kveldmáltíðina í gær og varð fyrir valinu ein besta súpa sem til er eða sjávarréttasúpa ala EVA sem gerist ekki betri. konan mín er besti kokkur landsins og fer ég aldrei af því. hún býr til svo góðan mat að ég fæ vatn í munninn í hvert skipti sem ég hugsa um matinn hennar. uuuuuuuuuuummmmmmhhhhhhhhhh.............................. hvað mér langar í mat sem hún býr til í kveld mat. clay aiken er núna á söngvakeppni f.á. að leggja lokahönd á kynninguna á sér og tekur hann lagið án þín sem var gert frægt með sverri bermani hér fyrr um daga. hann mun væntanlega sýna þessum bullum í f.á. hvernig á að gera þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home