mánudagur, febrúar 16, 2004

eftir langan tíma er maðurinn loksins kominn í viðræðulegt ástand eftir mikla vinnu og lítinn svefn síðustu daga. mikið var verið að gera svo ekki ætti að vera vandamál að tjá ykkur lesendum mínum hvað var haft fyrir stafni um helgina og fl. ég ákvað í sakleysi mínu að fá mér einn öl á föstudaginn þegar ég var að passa sem endaði með því að hafa drukkið eitt það besta svefnlyf allra tíma, 1 bjór + þreyta = Svefn og það góður svefn. jæja þá vaknaði maður upp við hringingu frá pabba gamla um 11 leitið á laugardeginum, hann var feskur að vanda og var að byðja mann að hjálpa sér að þrífa bílinn, sem var auðvitað gert og þó ég segi sjálfur frá þá var hann andskoti flottur eftirá. því næst var farið á leikinn grótta/kr - víkingur og með einhverjum ótrúlegum hætti þá tókst þeim að tapa honum. en nóg með það. því næst var farið á árshátíð F.Í.T. sem er félag íslenskra tannlækna og var farið í partý um 4 leitið og hellt í sig andskoti góðri bollu sem var að kikka ágætlega inn eftir nokkur glös. svo um 7 var farið í matinn sem var nokkuð góður held ég, fann ekkert bragð vegna mikils alkahol magns í blóði. svo voru skemmtiatriði og einhver hljómsveit sem var með þvílíka syrpu sem var reyndar best í hléinu sem þeir tóku sér eftir 15 mínútna spil. geðveikt þol í þessum einstaklingum.
næst er þunkkudagurinn sem var bara nokkuð góður, marhh vaknaði upp við það að tengdakvikindið hann Tommi stútaði á sér löppinni í fótbolta og ég fór að passa svo hann gæti farið á slysó. ég gerðist þetta lítið duglegur á sunnudegi að fara að labba og labbaði bara nokkuð mikið meðan við letina sem hefur verið svona nokkuð mikið í mér í nokkuð mörg ár. stoppað var hjá mömmu og pabba og litið inn og komst ég að því að það var ættarmót heima, amma og amma og frændur og frænkur, það voru bókstaflega allir þarna. og svo var rölt til baka og skilað litla krúttinu. en hvað kom fyrir ekki, ég ákvaða að fara í mat hjá mömmu og pabba og eldaði kallinn þessa dýryndis máltíð sem gjörsamleg átti mig í svona 1 tíma eða svo. geðveikt góður matur sem maður kvartar ekkert yfir..............en svo fór maðurinn á fund hjá keisaranum í keðjunni. stjórnin var með fund sem entist til um 23:04 og svo var farið heim að horfa á Jerry McEitthvað og var það bara fyndið. sofnað var útfrá því og naut ég svefnsins það mikið að ég svaf yfir mig og mætti í skólann aðeins of seint og svo þegar ég ætlaði í tíma var enginn tími fyrr en 14 um daginn. mjög skemmtilegt.........einmitttttt.....!!!!!!!!!!!