eftir svolítið erfiða helgi en samt mjög góða helgi eru margar sögur sem hægt er að segja frá góðu ferðalagi sem ég fór í um helgina..þetta byrjaði allt með því að pabbi Evu minnar var 50 ára á föstudaginn og það var ákveðið að familyan færi öll saman í bústað milli Selfoss og Hveragerði...nú loksins þegar við vorum kominn komumst við að því að það var svolítið kalt í bústaðnum þar sem nær allir voru að drepast úr kulda.....og svo var etið þvílíkt góður humar í humarsúpu sem gerist ekki betri í forrétt og svo var lamb í aðalrétt sem engin gat neitað sér um...eftir matinn þá var farið með smá leikþátt um hvernig pabbi hennar Evu er á morgnanna og af því var hlegið í ca.1 tíma....eftir það var farið í heita pottinn sem virtist vera blanada af kaldavatnspotti og svona disk sem maður liggur í eins og í laugardalslaug því að það vare svo lítið vatn í honum...en með ölið í annarri og ekkert í hinni var geðveikt gaman í pottinum og ekki bætti Erna systir Evu á ástandið þegar hún fór úr pottinum og flaug á hausinn, stóð svo upp og labbaði með hausinn í skyggnið á bústaðnum...s.s. tvær flugur í einu höggi. svo var farið inn í "hitan" og við fórum að spila sem var mjög fínt þrátt fyrir mikla þreytu og smá öl þá fór Andri allt í einu að breyta reglunum og fleiru svo að meiri líkur væru á því að hann myndi vinna. seinna um nóttina þegar Andri ætlaði að sofa þá urðu þvílík læti því að hann fann ekki svefnpokann sinn en eftir klukkutíma í leit þá fann Eva hann fyrir framan nefið á Andra þar sem hann lá og gerði ekkert nema að væla og nöldra....en daginn eftir var vaknað eftir leiðinlega nótt því að lítið var sofið vegna þess að Andri hraut svo hátt að eigi gat ég sofið....en formúlan var að vanda snilld þrátt fyrir að ég tapaði mörgum stigum í maneger á netinu. en svona er góð helgi....!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home