sunnudagur, mars 07, 2004

Eftir mjög gott djamm síðastliðinn miðvikudag hefur ekki komið til greina að reyna að blogga vegna þreytu, anna í skóla og einfaldlega leti sem er að reyn að ná völdum á mér. eitt er það að fara á söngvakeppni en að fara á hana í kvennó og á nasa getur ekki verið betra því að þessi keppni hefur ekki verið svona flott og með eins mikið af áhorfendum í 1000 ár eða eitthvað. við sem fórum á þessa keppni enduðum okkar sakleysi á grand rokk þar sem einn kaldur var á 500 kallinn og mar átti sko ekki í vandræðum með það að renna 2-3 niður. daginn eftir var maðurinn svo með skólakynningar sem hefðu alveg mátt vera einhvern annan dag því mig langaði bara heim í beddan. föstudagurinn var frekar rólegur heima með konunni. laugardagurinn var vinnudagur og vann ég frá 7:30 til 18:45. svo var slappað af með rólegu trivial spili og svo var horft á formuluna sem að vanda fór ekki illa. minn maður auðvitað á palli.......en í dag var ég á leik með gróttu á móti ka í 3 flokki og fór hann 24-24 eftir æsispennandi leik. nú er bara ekkert annað en að slappa af og njóta lífsins og horfa á tv og éta sig fullan af dýrindismat frá gamla settinu, m&p.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home