þriðjudagur, febrúar 24, 2004

fyrirgefið mér lömbin mín, ég er búin að vera allt of latur og í raun ekki haft mikla rænu á því að vera að blogga vegna mikilla anna og einnig smá veikinda sem eru eigi senn að hrjá mig. nú eftir þessa löngu bið er ekkert annað eftir nema að segja ykkur góðir hálsar frá því hvað fólk og ég auðvitað hef verið að gera. árshátíð kvennaskólans var nú haldinn hátíðlega við mikinn fögnuð skrifanda og fleiri vitleysinga. við sem settum okkur það göfuglega markmið að skemmta okkur hið mesta á þessum snilldar viðburði sem gerist einungis 1 sinni á ári var sá besti í mörg ár (þó ég segi sjálfur frá) gátum ekki skemmt okkur betur. við sem spiluðum fyir hönd 4-T vorum auðvitað verðlaunaðir fyrir framgöngu okkar í flóabardaganum gegn máttlausum liðum í úrslitum og bárum auðvitað sigur úr bítum. annað var það að kallinn var í tilnefningm um flottasta botninn og mesta snobbið og var víst í 2 sæti á báðum stöðum, en þar sem stúlka vann rass skólans segir það mér að ég er með flottasta botn allra karlmanna í þessum skóla. þrátt fyrir mikla drykkju þá var kveldið viðbjóðslega gaman og við skemmtum okkur betur en á öllum árshátíðum landsins. einnig fréttist af því að vissir meðlimir stjórnar keðjunnar hafi verið á pippanum dansandi um hótel selfoss. daginn eftir voru menn ekki alveg að ná áttum þar sem allir voru að deyja úr þynnku. en föstudagurinn fór í það að sofa fram að kveldmat þar sem ástkær stúlka sem heitir Eva vakti mig í mexikanskan mat og svo voru leigðar spólur og horft fram á nótt. á laugardeginum var svo slappað af og reynt fyrir sér í almætti hjá múttu. gamla er orðinn 22 ára(bara fyrir þig mamma), en er fædd ´62. svo var farið í ammæli til þórdísar sem er svilkona mín og þar var tjúttað til ca.veit ekki!!!!! en svo var vaknað á sunnudaginn og þar var sest niður og lesið í fallegt rit halla laxnesss og salka valka var lesinn á mettíma(reyndar líka á mánudaginn). á mánudaginn var kallinn veikur og vaknaði um 10:03 og byrjaði á því að skrúbba sig og lesa í sölku völku og eftir það var mar búin að verðlauna sig með því að horfa á myndina comming tooo ameeeeerrikkkka, með eddie murphy. í dag fór svo ég í próf í sölku völku og er svo bara að fara að skoða nýtt mótorhjól sem mig langar í. jæja jú ég verð nú víst að játa það að ég re að fara að dæma leikinn grótta-fram2 í bikarkeppni kvenna unglingaflokki. hafið það gott:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home