hafið þið einhverntíman verið sannfærð að þið séuð að gera hið rétta og það sem ykkur hefur hlakkað til í mörg ár að gera en svo þegar þið framkvæmið þetta þá eruð þið geðveikt ánægð en samt með mesta samviskubit í heimi og líður geðveikt illa, verðið að gera eitthvað í málunum og vitið ekkert hvað þið getið gert nema að láta drauminn fara frá ykkur....jebb það kannast kanski 2-3 við þetta og ég skal segja ykkur að það hef ég gert. ég er að deyja af því að mig langar að eignast mótorhjól sem og ég gerði í gær. svo fattaði ég það að ég var bara ekki að gera rétt og því ákvað ég að láta söluna ganga til baka.....ég samt skil það ekki en ég er ógeðslega fúll að geta ekki gert þetta en veit samt að ég er að gera rétt...þetta helvítis rugl er ég bara ekkert að skilja í....! þetta eru hreinlega bara vonbrigði lífsins að skilja ekki hvað maður vill í raun og veru gera fyrr en maður er búin að gera einhverja bölvaða vitleysu....! ég vona bara að þið gerið ekki sama rugl og ég!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home