mánudagur, mars 20, 2006

Góð helgi er gulli betri! Föstudagurinn fór í rólegheit fyrir framan tellaran japplandi á ís og einhverju öðru góðgæti. Laugardagurinn var svo tekin snemma því kjallinn þurfti aðeins að skreppa í vinnuna hjá Eskimos Adventures. Ég var kominn eitthvað um 12 upp í Skorradal og þá var fyrsti hópurinn mættur á svæðið. Það voru mosotíkurnar heil 10 kvikindi sem vissulega höfðu munnin fyrir neðan nefið. Ég hef án gríns ekki orðið eins ruglaður á ævinni, ég botnaði ekkert í einu eða neinu sem vall upp úr þeim. Og ekki skánaði það þegar þær byrjuðu með gælunöfnin, Mellan, Mamman, White trash og fl. Ekki nóg með það þá reyktu þær allar nema ein. Komu með einhverja sögu frá því að þær voru allar 10 ára að reykja í einhverjum dúfnakofa eða eitthvað. Hversu eðlilegt er það? Svo þegar þær voru nú að kveðja þá fékk kallin boð um að fara með þeim í bústað upp í Húsafelli en ég þakkaði pent fyrir. Svo átti Hrefna sem er með mér í Nuddnáminu afmæli á laugardaginn, óska henni innilega til hamingju með daginn um daginn. Hún var einmitt í bústað við hliðin á mosotíkunum og þær voru alveg að missa sig um nóttina, naktar, öskrandi og hlaupandi um allt. Staðfestar heimildir! Svo ég haldi áfram með stór skemmtilegan dag upp í Skorradal, næsti hópur var eitthvað málningarlið, þokkalega fyndin hópur en samt svolítið sérstakur. Þau voru í þessari rosa stemmingu til ca. 2200 og þá héldum við heim á leið. Kjallinn skellti sér í sturtu og hafði sig til fyrir kveldið, byrjaði á að ná í Ara Fjall og við fórum til Elsu í smá partý. Þaðan fórum við í Breiðholt og vorum þar í smá stund þangað til að Ari vildi fara að hitta einhverja gellu heima hjá sér, spurning hvað var að fara að gerast hjá kallinum? Okei.....eftir að Ari var farinn heim tók ég smá rúnt í townið, nokkrir fyndnir atburðir áttu sér þar stað, t.d. þá drekkti Helga símanum mínum í klökum sem fóru út um allan bíl, hún lagðist bak við sætin aftan í og festist, hún gat ekki verið í beltinu af því að það var alltaf að reyna að halda henni, right! S.s. þokkalega skrautlegt. Svo fórum við úr bílnum og ætluðum á Pravda og þá braut Helga hælinn á skónnum sínum. Veit ekki alveg hvað gerðist en eftir þetta þá var hún hálf skrítin í ca. klukkutíma. Lífið var henni ekkert sérstaklega hliðholt einhvern vegin:). Jæja..við redduðum öðru pari af skóm og fórum á Pravda og vorum þar til hálf sex. Þá bað Ester mig að skutla sér heim. Ekkert mál, kallinn edrú og hatar að keyra......einmitt. En svo kom það, hún býr í Mosó. Hvað er málið.......þurfa allir sem mar kynnist þessa dagana að búa í rassgati eða? Mar verður búin að ferðast sem samsvarar hringferð þegar mar fer í heimsókn til þeirra allra. En þegar ég var búin að skutla henni heim og Suðurlands stelpurnar á góðri leið heim á við fór ég upp í rúm að horfa á Formúluna. Hún var ekki skemmtileg þannig að ég var búin að halda mér vakandi í 6 og hálfan tíma fyrir frekar leiðinlegar tuttugu mínútur sem ég nennti að horfa á. Reyndar var helvíti gaman af þessu kveldi en ég er drullu þreyttur því að ég er rétt búin að sofa 3 tíma fram á sunnudag. Sunnudagurinn var nýttur fyrir framan sjónvarpið, kannski ekki alveg það sem mar átti að gera en þetta var algjör snilld. Salí!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þúsund þakkir fyrir skutlið - sparaðir mér rúma klst í leigubílaröð svo ég tali nú ekki um þúsarana!:) Frábært að enda kvöldið í "spyrnu" við GULAN pallbíl..hehe:)

20 mars, 2006 11:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta belti var nátttla bara til vandræða:)hehe og þetta með skóinn....arg er ekki enn búina að jafna mig á því:P en takk samt fyrir kvöldið :)

20 mars, 2006 13:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, viljum bara þakka fyrir okkur. höfum sjaldan skemmt okkur jafn vel. Öll ferðinn var alveg hreint frábær og indriðastaðir var toppurinn!!!! vonandi hafðir þú sömuleiðis gaman af þessu kveðja Kata ein af mosotíkum. P.S myndir úr ferðinni verða settar inn bráðlega, einhverjar eru komnar og við erum búnar að finna nektamyndirnar, blátt fer þér vel hehe

20 mars, 2006 15:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var nú reyndar dúkkukofi!
En við þurfum klárlega að semja eitthvað frekar við ykkur þetta verður pottþétt endurtekið.

Kveðja
Sandy Mosótík

21 mars, 2006 12:34  

Skrifa ummæli

<< Home