sunnudagur, mars 12, 2006

Guten tag! Mar hefur margt að segja eftir frekar viðburðaríka viku og nær engin skrif frá mér. Ég ætla bara að byrja á því að segja frá hrikalegu fylleríi sem við fórum á nokkrir strákar síðastliðin föstudag á Selfossi. Við vorum að hjálpa aðeins í sýningunni á Ungfrú Suðurland dótinu sem var þarna á föstudagskveldinu og í staðinn fengum við 2 stór herbergi á Hótel Selfossi, smá útektarheimild á barnum(ekki góð hugmynd) og mat. Við renndum í hlað um hálf fjögur á föstudaginn, hentum í okkur einum Subbara og vorum með allan hug okkar við keppnina þó að bjórinn hafi verið mjög ofarlega, kannski aðeins fyrir ofan keppnina:) Nehhh.....en allavega fórum við í smá upphitun með bjór og vorum að máta föt. Svo var komið að stóru stundinni, um hálf átta vorum við allir komnir í þessa massívu stemmingu, hálftími í byrjun þar sem kjallarnir áttu að vera berir að ofan og læti. Við píndum okkur í nokkrar magaæfingar og 2-3 upphífingar bara til að boozta vöðvana aðeins út fyrir kjellingarnar. Svo þegar mar steig á sviðið, úber olíuborin eftir Irenu og nokkra stráka(hljómar illa) var mar með egó boozt dauðans því að ég held að ég muni rétt eftir því en það voru held ég 2-3 sem klöppuðu. Stelpurnar auðvitð stóðu sig eins og hetjur og þegar á leið um kveldið var mar aðeins meira komin í það og allt var að verða miklu skemmtilegra og svo áttum við eftir að fara inn á nærbuxunum einum saman, fengum ekkert klapp þar.....einmitt!! En þá var okkar prógram búið og við heltum í okkur smá öli, heldum smá partý inn á herbergi(bjórinn var þar) og fórum svo á ballið með opin reikning. Við erum að tala um ca. 30-40 þúsund kall á barnum um kvöldið fyrir okkur 6 manns. Ballið kláraðist um 3 og þá var haldið inn í herbergi og þar var smá líf þangað til að mjög leiðinlegur atburður henti okkur og því miður var það alvarlegur að ekkert varð úr einu eða neinu meir um kveldið nema að við náðum að kynnast nokkrum einstaklingum betur um kveldið, sumum kannski meira en við viljum en svo er mar bara sáttur við nokkra aðila sem mar náði að spjalla við alla nóttina og voru bara yndislegustu manneskjur.Sérstaklega var þá ein manneskja sem kom mér mest á óvart og það var ein stelpa í keppninni, ég held að ég hafi sagt 3 orð við hana á 3 skiptum og 40 tímum þarna á Selfossi fyrir keppnina en svo þegar mar fór að kynnast henni(nokkrum glösum seinna) var hún þessi massívt fyndni og skemmtilegi einstaklingur.Ég held að við höfum spjallað í svona 4 tíma eða eitthvað.Ég held að síðustu einstaklingar hafi verið að skríða í rúmmin um 8 um morgunin og þá voru 4 tímar í að herbergin áttu að vera rýmd. Mikil svefn þar á ferð. Um morgunin rúlluðum við svo heim eftir heila 3 tíma í svefni og getum orðað það skemmtilega að laugardagurinn fór í að sofa, nákvæmlega ekkert annað. Svona í endan vill ég bara óska öllum stelpunum til hamingju með skemmtilega keppni og þakka fyrir hið þokkalegasta djamm. Myndir frá kvöldinu koma inn í kvöld eða á morgun. Salí!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var truflað fyrir utan þanna atburðinn enn takk æðislega fyrir mig þetta var massívt sko :) Kv Irena US ;**

13 mars, 2006 19:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og takk fyrir æðislegt kvöld! Snildar myndir, sérstaklega af ykkur í brúnkunni...hehe
Nú verðiði bara að hringja í Elínu Gests og bjóðast til að vera með í Ungfrú Ísland keppninni ;)
Kv. Sunna

14 mars, 2006 13:04  

Skrifa ummæli

<< Home