sunnudagur, febrúar 12, 2006

Mar hefur frá nógu að segja. Ég byrja á fimmtudeginum, ég fór á kosningavöku hjá Vöku upp úr ca. hálf tíu og allir sátu í makindum með Kung Fu að spila, drekkandi bjór og spjalla. Klukkan leið og leið og það var ekki fyrr en um 2 um nóttina sem dyraverðirnir hentu öllum út og engin úrslit komin. Við röltum út í sakleisi okkar og rekumst á nokkra einstaklinga úr Röskvu sem voru ekki með neitt nema stæla, smá slagsmál brutust meira að segja út útaf svívirðingum Röskvu í okkar garð. Spurning um þroska á þeirra bæ? Eftir þetta var haldið á kosningaskrifstofuna sem var svo heppilega í næsta húsi. Við erum þar til ca. 5 um nóttina þegar 5 einstaklingar koma þrammandi með pappír í höndunum með úrslitum kvöldsins. Í stuttu máli sagt þá eru slæmar og góðar fréttir. Góðu eru þær að við vorum með 10% meira að fólki með okkur en Röskva. Til hamingju VAKA! En svo eru slæmu fréttirnar þær að okkur vantaði 4 atkvæði upp á að ná hreinum meirihluta. Sem sagt með 4 menn, Röskva með 4 menn og Háskólalistinn sem engin veit hvað stendur fyrir er með 1 mann. Sorgleg staðreynd sem kemur illa niður á Vöku þrátt fyrir fyrirmyndar starf.
Föstudagurinn var hrikalegur, vaknaði seint eftir nánast engan svefn og eyddi deginum í nánast ekkert. Slappaði bara af yfir Idolinu og fór snemma að sofa.
Laugardagurinn var semí góður, fór á leikinn Grótta-Haukar í 4 liðar bikarúrslitum kvenna og Haukar unnu allt í lagi sigur með 3 mörkum eftir að dómararnir gáfu Haukum ekki nema 17 víti, hversu eðlilegt er það? Grótta fékk 4! Þar fyrir utan var Kári alveg að standa sig með innáskiptingarnar sínar. Einmitt!!! Kvöldið fór í TV gláp og smá gotterí tekið fram til að japla á.
Dagurinn í dag hefur nú ekki farið í neitt sérstakt nema kannski bara að ég skrúbbaði allt baðið okkar Evu svo að það er hægt að borða af gólfinu þar og ég veit ekki hvað. Er bara á chillinu núna þangað til ég fer til Ómars frænda sem var að eignast strák aðfaranótt laugardags. Ég er svo hrikalega spenntur að sjá litla krúttið að ég titra af spenningi. Langar svo hrikalega í eitt svona sjálfur! Only time will tell. Salí!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home