Jæja, þá er nýja bloggið mitt búið að vera aðeins til sýnis en verður maður ekki að sýna smá lit og blogga inn á það líka. Jú, ætli það ekki. Ég haf margt að segja frá, í gær fór ég á einn skemmtilegasta handboltaleik sem ég hef farið á, Grótta og Stjarnan voru að spila í meistaraflokki kvenna í 8 liða úrslitum í bikarnum, leikurinn var mjög spennandi framan af og var Grótta með yfirhöndina næstum allan leikinn, nema að þær misstu það niður og voru undir þegar 12 sek. voru eftir. Þá tókum við leikhlé og þegar 2 sek. voru eftir þá skoruðum við með geðveiku marki frá Ivönu. Í framlengingu var geðveik spenna, við enduðum með að vinna leikinn með 1 marki eftir að Íris í markinu var búin að verja 3 sinnum á óskiljanlegan hátt í markinu. Til hamingju með sigurinn Grótta. Ég vil einnig minna fólk á landsleikinn í kvöld á móti Frökkum klukkan tuttuguhundruð. Svo er nátturulega eitt sem ég verð að nefna fyrir þá sem vita ekki, Hanna Lilja er að fara út til Danmerkur 23 jan. og það er að verða ykkar síðasti séns að kveðja hana. Svo auðvitað óskum við henni góðrar ferðar þegar að því kemur. Ætli mar skelli sér ekki í smá kveðjuhóf hjá henni annað kvöld. Svo er afmæli hjá Árna, kærasta Maddýar á laugardagskveldið. Mar pínir sig bara í þessa sukk helgi. Salí!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home