mánudagur, nóvember 28, 2005

Jæja....erfið helgi að baki. Mar er ekki búin að gera neitt annað en að vera að slípa, spasla, mála og flytja drasl á milli herbergja. Ég var að reyna að hjálða pabba að laga til á Lindarbrautinni svo að þau geti flutt inn fyrir jól.
Ég tók mér tíma til að horfa á geðveika mynd um helgina, Batman Begins, hún var geðveikt góð! Bara ein besta mynd sem ég hef séð á ævinni. Reyndar var Eva ekki alveg á sama máli en það er ekkert gaman af lífinu ef allir hafa sömu skoðun.
Svo var ég að dæma tvo leiki í gær í handbolta úti á nesi. Betri og mun skemmtilegri leikurinn var Grótta-World Class og Grótta valtaði yfir þetta. Fullt af góðum gaurum í þessu World Class liði en ekkert sem ógnaði nes veldinu. Siggi Þrastar ákvað að láta einn gaurinn ekki fara í gegn og gaf honum vægt til orða tekið nett högg í andlitið, gaurinn fékk skurð á kynnina. Bara fyndið því að gaurinn var bara með geðveikt fyndna leiktilburði sem áttu ekkert við.
But any way......það verða nokkrir dagar í næsta blogg hjá mér því að ég er að byrja í prófum.
Salí....!