mánudagur, október 31, 2005

Maður lifandi......ég er orðinn frægur.....ég er á auglýsingu í skólanum......stelpurnar flykkjast að mér með penna og blokki.....allar að heimta það sama......eiginhandaáritun.....og kallinn segir: á hvern á ég að stíla kveðjuna...ihhhhhh....einmitt! Skiluru!
En förum annað: ég og Eva vorum á föstudaginn búin að vera saman í 5 og hálft ár. OMG hvað tíminn líður. Og við fórum til gaursins sem er að kenna mér og Evu dans, honum leist svo drullu vel á okkur að hann bað okkur um að passa fyrir sig....en hvað kom fyrir....jú..kallinn þekki 3 af 4 börnum þeirra. Þvílík tilviljun. Svo ætluðum við að horfa á Idol og eta pizzu um kveldið og veðrið var í einhverju rugli svo að stöð 2 var ekki inni nema ca. 2 mín í einu og tók sér 15 mín í kaffi eða eitthvað. En þetta blessaðist samt allt í endan. Á laugardaginn var lífinu tekið með hinni stökustu ró og ekkert gert af viti. Á sunnudeginum var hins vegar spítt í lófana og lært, kjallinn með metnað..ég veit....takk fyrir! Um kveldið var farið að dæma upp í íþróttahúsi leik Gróttu og Stjörnunar í utandeildinni. Það voru nokkuð mörg spjöld, brottvísanir og útilokanir sem litu þar ljós. Allt á suðupunkti, og ég fór svo heim á nesveginn í sakleysi mínu og var að reyna að slappa af, by the way voru það 2 mín. Þá fæ ég símtal frá Ívari bróðir og þá var kviknað í potti heima þegar hann kom þangað og allt í reyk og viðbjóð. Ég fór á 10,2 þangað og opnaði alla glugga og allt en viðbjóðslega lyktin er ekki að fara. Svo fór kerfið ekki í gang frá Securitas.....djöfullsins helvítis drasl. En eftir þetta fór ég í massa sturtu útaf vibba lykt af mér og dældi á mig rakspíra þvi að ég fann ekkert nema lykt af bruna.
Þá er það kvöldið í kvöld. Ekkert nema ég, konan, sjónvarpið og fullt af jukki til að gúffa.

Ég var að lesa grein í Sirkus og þar var ein stelpa spurð hvort hún hafi farið í bæinn á mánudaginn síðasta og hún svaraði; Nei ég fíla ekki þetta dæmi. Ég er ekki rauðsokka en ég styð jafnrétti. Margar af þessum rauðsokkum eru uppþornaðar lopapeysutruntur. Mér finnst þessi setning alveg massa fyndin! Ég styð einmitt jafnrétti en ekki kvenréttindi.
Með þessum fallegu orðum kveð ég að sinni!