miðvikudagur, október 12, 2005

Salí...mar var ekkert að drulla upp á bak í prófi í morgun! Kallinn var búin að undirbúa sig vel fyrir prófið og var bara svona semí örugur með 9 en hvað kom fyrir? Jú kellingartussan ákvað að vilja fá Íslensk heiti öllum beinunum en ég lærði bara þau latnesku. Sko þegar mar er að fara að vinna eitthvað í heilbrigðisgeiranum þá er aldrei talað um íslensk heiti, það er bara talað um þessi latnesku. Svo ekki nóg með það, hún kom með heví nastý krossa. Ég held að hún hati mig. Í miðannarmati sem var í gær, fékk ég B í LOL103 en er samt með 8,25 í meðaleinkunn í prófunum og 95% mætingu. Ég segi bara að B standi fyrir BULL. Ég á að fá A og ekkert annað. En út fyrir biturleikan og í eitthvað skemmtilegra. Það er frí næstu 4 dagana, hvað er það annað en algjör snilld! Haustfrí er á næsta leiti og ég ætla að notfæra mér það út í ystu æsar. Veit samt í rauninni ekkert hvað ég á að gera af mér. En ég verð í skrifbani fljótlega. Já og ég gleymdi að segja það, ég vara að breyta síðunni, það er komið inn á síðuna Í BEINNI og UPPSKRIFTIR. Um að gera að skoða þetta aðeins til hlýtar. Þið getið hlustað á útvarpið í beinni og væntanlega náð í uppskrifti með því að ýta á linkana á uppskriftir. Takk fyrir!