mánudagur, október 03, 2005

Ussss......helgarupprifjun!
Föstudagur: Var í skólanum til að verða 20:00 fór svo beint að grilla fyrir tannsanema úti á nesi.....og svo var ég að vakta yfir þeim þegar þau voru með sundlaugapartý til um 1 um nótt. Þá fór kallinn að þrífa og eitthvað vel fram eftir nóttu.
Laugardagur: Var í skólanum til ca.13:00 og fór á leik með Gróttu á móti Fram sem auðvitað var rúst 18-13. Íris markmaður var langtum besti leikmaður vallarins. Og enn og aftur drulluðu dómararnir upp á bak. Eftir leikinn var farið heim og sofið til ca. 19:00 og farið á evrópukeppni kvenna þar sem Haukar rústuðu einhverju uppa liði. Svo var farið í póker með strákunum og um 2 um nóttina var farið í bæinn. Mar byrjaði rólega á Hverfis og svo var farið að Sólon en einhvern veginn týndi ég öllum þegar ég hitti eina stelpu og var eitthvað að spjalla við hana og vini hennar. Þá komu 3 vitleysingar, Doddi, Valdi og Sprikli og ég fór með þeim á Lellu og homma ball á Þjóðleikhúskjallaranum. Okei..þetta var alveg topp skemmtun þangað til að einhver hel flott gella byrjaði að dansa við mig og svo fór hún bara allt í einu að fitla við sig fyrir framan mig.....usssss......hvað er að fólki! Þá fór ég á Hressó eftir þetta rugl og bara nennti ekki að djamma á þessum stað.....krögt að fólki og léleg tónlist. Þá var rölt á Glauminn og þar var ennþá leiðinlegra og því ákvað ég að fara og fá mér að éta.....kemur mest á óvart. Svo var rölt heim og farið að sofa.
Sunnudagur: Vaknað snemma og farið að læra, fór svo að hjálpa til við að laga til í garðinum heima og náði svo í grill upp í Gróttu. Svo fór ég í ammæli hjá Victori frænda sem var 5 ára og hitti þar fullt af liði að norðan. Fór heim í kvöldmat og horfði á eitthvað bull um Jessicu Simpson og Nick kallinn hennar. Eftir það var horft á C.S.I. N.Y. og hafði gaman af.
Mánudagur: Vaknað klukkan 8 til að fara að læra, klára smá í ritgerð sem ég var að gera. Svo var rúllað í skólan og farið í tíma. Í þeim tíma sem ég átti að skila ritgerðinni sagði kennara drullan að hún gæfi mest 9 fyrir fullkomna ritgerð og það væri ekki hægt að fá 10 og bestu ritgerðirnar fengju ca.8 hjá okkur. Þessi helvítis tussa getur ekki bara sagt við okkur að við fáum ekki hærra en 8-9 fyrir hlut sem við ættum að fá 9-10. Er ekki einkunaskalinn frá 0-10? Þoli ekki svo focking bull. Mig langar í helvítið 10. Búin að vinna fyrir því! Svo núna þegar ég er búin að eyða endalausum tíma í ritgerðina og fæ ekki einkunn eftir almennum skala er ég bara ógeðslega fúll og á eftir að fara í próf í LOL103 eða líffæra og lífeðlisfræði. Mjög auðvelt bara og ég í rugl vondu skapi. Ekki nóg um það þá eru þessar heimsku kellingar sem eru alltaf að réttlæta reykingar með heimskunni í sjálfum sér. Hvernig er hægt að réttlæta alltaf svona rugl? Er ekki off takki á heimskunni í þessum kellingum? Þetta eru einu skiptin sem mig langar reglulega að vera heyrnarlaus, ég meina......það veltur bara froða úr heilanum á þeim......! Áður en ég missi mig alveg ætla ég bara að loka þessu! Blekuð!