miðvikudagur, september 28, 2005

Hvernig stendur á því að þegar maður vaknar er mar svona semí ferskur....svo 40 mín síðar er mar í tíma í skólanum....næstum steinsofandi. Ég reyni að hafa áhuga á náminu svona snemma dags en hvað kemur fyrir ekki, ég næ ekki að halda mér vakandi. En yfir í aðra sálma, ég var á handboltaleik hjá Gróttu í gær í mfl.kvk. á móti Val og o.m.g. hvað þessi nýji útlendingur sem við fengum getur ekki neitt. Þetta er rugl, hún er 250 cm á hæð og 3,5 kíló í íþróttaskónum. Hún sem atvinnumanneskja í handbolta er eins og að láta heyrnalausan mann fá vasadiskó. En þrátt fyrir það var liðið bara ekki að spila almennilega, það voru hátt upp í tuttugu mistök gerð á vellinum eins og að missa bolta og lélegar sendingar. Tap með tveim gegn mun betra liði er alveg ótrúlegt! Ég bjóst við að þessi leikur myndi tapast með ca. 7 mörkum.
Svo er eitt sem ég mun aldrei skilja....ég sit í mötuneytinu í skólanum ef mötuneyti skal kalla og á borðinu við hliðiná mér sitja stelpur sem eru örugglega ´88 módel. Þær eru örugglega mestu snobb druslur Íslands og þar fyrir utan vikta þær ca. 25-40 kíló og ég er ekki að segja þetta í gríni.....þær borða núðlur allan daginn og drekka vatn.....ég bíð bara eftir að þær detti niður dauðar af nærigarskort. Svo eru þær svo mikið meikaðar að andlitið á þeim er ca. 3 cm út á við.
Þær mæta með meira af meiki í skólan en af bókum. Já og svo eitt enn........gellan sem er með Seth Cohen í O.C. er hér á Íslandi.....eða tvíburasystir hennar. Og ekki nóg með það......þá er hún í Fjölbraut v/ Ármúla......ég bara missti augun úr mér.....þær eru alveg eins......þetta er rugl. :D
Svo var ég að horfa á TV í gær.....nákvæmlega ekkert á þessum andskotans stöðvum nema The Cut sem var bara mesta bull sem ég hef séð lengi....sá það ekki fyrr en konana mín bennti mér á það......ég meina Tommy Hilfinger......60 ára nagli sem veit nákvæmlega ekkert nema eitthvað sem varðar tísku og er bara mökk glataður kynnir og asnalegur gaur! Hvað er málið með alla þessa asnalegu raunveruleikaþætti.....ég meina, Bandaríkskir sjónvarps notendur hljóta að vera vangefið vitlausir og svo er verið að troða þessu á okkur hérna á klakanum. Hvernig væri að fá eitthvað betra?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home