mánudagur, september 12, 2005

Góðan daginn!
Við skulum fara yfir helgina aðeins:
Fótbolti: Davíð bróðir var að spila úti á landi og náði að vinna með félögum sínum í Gróttu 5-4 eftir að vera undir 2-4 þegar 3 mín eru eftir. KR unnu Val sem ég gjörsamlega skil ekki, Fylkir vann FH sem ég get ekki annað en brosað yfir og Fram tapaði fyrir Keflavík sem skiptir mig engu máli sem og ÍBV og Grindavík.
Formúla 1: Snilldar keppni um helgina þangað til að fíflið Pizzzzzonia keyrði Montoya úr leik þegar 3 hringir voru eftir. Trulli og Ralf gerðu mammútamistök með því að fara á slikka í stað regndekkja.....þeir eru fífl!
Póker: Ég fór og spilaði póker með Davíð, Viggó, Ívari, Rico og bjór. Eftir um klukkutíma spil var Davíð dottin út, 10 mín síðar datt Rico út og þá var ég læðstur. Svo ca. 10 mín síðar var kallinn kominn í 2 sæti og svo leið ekki að löngu að kallinn setti allt inn og fékk 2 fimmur og náði nær öllu af Ívari og Viggó datt út. Mínútu seinna var kallinn kominn með allt inn aftur með 2 kónga og rústaði þessu, stóð eftir 1 á toppnum með alla peningana........leiðinlegt!
Afslöppun helgarinnar: Mikið borðað og slappað af fyrir framan TV-ið og tölvuna.......og smá spjalli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home