fimmtudagur, apríl 15, 2004

upplifun dauðans kemur illa við veikt hjarta voru orð sem ég heyrði gamlan mann segja......þessi setning kom mér á það stig að hugsa um dauðann og hvað kristur gerði fyrir okkur mannkynið...ég fór á The Passion Of The Christ og fékk þar algjöra uppljómun á trúnni.. trúin hefur alltaf verið mér nær en svona síðustu árin hefur hún einhvað verið að dvína hjá mér útaf því að ég hef ekki verið að rækta hana. nú myndin kveikti á minni trú aftur...ég er búin að vera í sjokki eftir þessa mynd..hún segir manni svo margt um trúnna, mannfólkið og hvað kristur gerði til að maðurinn fengi syndir sínar fyrirgefðar....í myndinni The Passion of the Christ er mynd sem eins og áður segir fjallar um síðustu tólf klukkustundirnar í lífi Jesú frá Nazareth. Myndin byrjar í Getsemane þar sem Jesús hefur farið til að biðja eftir síðustu kvöldmáltíðina. Jesús stenst freistingar Satans. Jesús er svikinn af Júdasi Ískaríot, er handtekinn og færður aftur inn fyrir veggi Jerúsalem þar sem leiðtogar Faríseanna bera á borð ásakanir um guðlast og réttarhöldin yfir honum enda með því að hann er dæmdur til dauða.Myndin er sú langtum besta sem ég hef horft á sagði margt sem varla er hægt að koma orðum að.....til dæmis ákvað hann að leyfa mönnunum að húðstrýkja sig meira til að ögra þeim þar sem hann hefði getað lagst niður og s.s. ekki getað meira en þegar hann var búin að vera húðstrýktur til blóðs á öllum líkamanum stóð hann enn og aftur upp og áfram voru höggin látin dynja á honum þar til að hann lá hreyfingarlaus....styrkur Jesú kom svo fram í myndinni og sýndi það svart á hvítu að kristur er yfirnátturulegur....eftir allar barsmíðarnar og niðurlægingu lýðsins þá var sett á hann þyrnikóróna. Jesús fær krossinn afhentann og er skipað að bera hann um götur Jerúsalem og alla leið upp á Golgata hæð. Á Golgata hæð er Jesús negldur við krossinn og stendur frammi fyrir síðustu baráttunni, óttanum um að hann hafi verið yfirgefinn af Föður sínum. Hann kemst yfir óttann, lítur á Maríu, hans Heilögu Móður, og segir orð sem aðeins hún gat skilið að fullu, "það er fullkomnað."og þá frægu setningu: "faðir fyrirgefðu þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra", síðan deyr hann: "í hendur Þér fel ég anda minn." Á því augnabliki sem hann deyr, umturnast náttúran sjálf.
Ég mæli eindregið með þessari mynd sem er mjög ljót og mæli ég því með að fólk fari með réttu hugarfari á þessa mynd...og munið að ef þið eruð að fara í bíó til að skemmta ykkur ekki fara á hana....þessi mynd er langt um besta mynd sem ég hef séð....full af flottum tökum.....snilldar leikstjórn hjá Mel Gibson og mjög fróðleg og átakanleg mynd!!!!
Farið á hana