þriðjudagur, september 06, 2005

Góðan daginn félagar og aðrir vitleysingar sem lesa bloggið mitt og þekkja mig ekki!

Ég hef ákveðið að byrja að blogga aftur eftir mjög langt hlé.........
Eins og er er ég að læra nudd í Nuddskóla Íslands og sæki nám í fjölbraut í Ármúla. Ég er búin að læra einkaþjálfun og líklegast að byrja að vinna í Þrekhúsinu Frostaskjóli. Á þessum langa tíma sem ég er búin að vera í burtu þá er ég búin að vera að vinna eins og rakki mest allan tíman, en svo tók ég mér aðeins frí frá vinnu áður en skólinn byrjaði og skellti mér til Danmerkur!
Eyddi tíu dögum í 25 stiga hita og sól. Þvílík snellld. Svo kom mar i skólann...bara 7 dögum á eftir öllum hinum og geri núna ekkert annað nema að læra....en það er fínt því ég er kominn loksins með áhuga á náminu. Í gær fór kallinn að út að éta á El Roco held ég og át ótrúlega góðan mat. Svo var kallinn kominn með ís í aðra og Nizza með lakkrískurli......ussssssss...... og horfði á seinni hluta jarðskjálftamyndarinnar á stöð 2. Eftir það var farið í rúmmið og lagst til kvílu!
Jæja þá verð ég að fara að hitta umsjónarkennarann útaf 7 daga "veikindum" í skólanum.
Hafið það gott!