þriðjudagur, október 11, 2005

Jæja... ég er bara búin að vera svo upptekinn af skólanum og æfingum að ég hef bara ekki haft tíma til að skrifa neitt hér inn. Til dæmis vaknaði ég 8 í gær og fór að lyfta, fór svo beint í skólan og svo þaðan að æfa aftur. Bara gaman en er svona pínu þreyttur. Eftir kvöldmat í gær var horft á O.C., Survivor og C.S.I. Svo skelltu menn sér bara til svefns og mar er núna í skólanum.
Ég er búin að vera velta fyrir mér hvaða sjónvarpsefni er mesta ruglið......og jú auðvitað komst ég að niðurstöðu, það er "my sweet sixtenn" eða hvað sem þetta heitir á Sirkus. Ég meina, það er verið að sýna frá einhverjum 16 ára smá druslum sem fá allt upp í hendurnar, sem dæmi má nefna sá ég að ein hélt partý fyrir 5000 manns á Hard Rock og vildi fá einhverja rosa hljómsveit.......sú ódýrasta var hálf milljón dala. Hvað er að fólki? Hinn þátturinn sem ég er alveg að fara að gubba yfir er "Americas next top model" , okei þær eru allar alltaf grenjandi yfir engu, allar allt of grannar, sumar alveg heví ljótar og án gríns hrikalega leiðinlegar. Ekki skánar þátturinn þegar kemur að því að kynna dómarana, þessi Janis, fyrsta súpermódel heimsins eða hvað sem hún er, er án gríns mesti vitleysingur sem til er, Nigel ljósmyndarinn er örugglega eini gaurinn sem er með viti, Tyra Banks er gjörsamlega að drulla upp á bak með allri væmnini í sér og án gríns, hún er tóm í kollinum. Svo er einhver dverga hommi sem ég bara get ekki lýst nógu illa....hann er bara ógeð! Hvernig væri að vera með eitthvað skárra efni sem hægt væri að setja í staðinn fyrir þetta hörmulega drasl sem okkur er boðið upp á í Íslensku sjónvarpi!