mánudagur, október 24, 2005

Jæja..þá er mar loksins kominn í þotuliðið, ég var í vinnunni í gær að keyra 8 æðstu yfirmenn Land Rover frá Keflavík og á Nordica Hotel. Svo voru nokkrar ferðir keyrðar með gaura á Humarhúsið. Þetta voru 6 Frakkar, 6 Írar og 6 Rússar. Allir þessir dúddar eru mjög hátt settir hjá Land Rover og eiga mökk af peningum. Svo kemur mesti bömmerinn í þessu öllu, ég var að keyra þá á 7 milljón króna Discovery jeppa sem er hreinasta snilld. Þessi jeppi var dísel og hann mökk vann og var miklu betri en V8 bíllinn sem er bensín. Já þessi dagur var algjör snilld en algjör pína því að það var geðveikt mikið stress í gangi og mar er svona semí þreyttur eftir þetta allt.

Í morgun ætlaði ég að sofa út en nei.....hvað kom fyrir ekki, mamma og pabbi voru ekkert mætt á gluggan klukkan 9 í morgun til að vekja mig. Ég get alveg sagt ykkur það að ég er ekkert sérstaklega sáttur með það. Ég er bara að sofna í skólanum og er að hamast við það að halda mér vakandi.

Svo eftir skólann í dag er ég að fara að þjálfa í þokkabót, Ívar bróðir er fystur hjá mér í dag, svo á Valdi að mæta en það er nátturulega aldrei hægt að treysta á að hann mæti. Svo er kallinn að fara að dansa um 6:15. Mar nennti ekki þessu salsa dóti og keypti bara einkatíma í rokki fyrir mig og Evu. Jæja....þá er mar búin með kvótann í dag! Salí!