mánudagur, nóvember 14, 2005

Ohhhh myyy god! Ég er búin að sitja hérna í sjúkdómafræðitíma og án gríns, þá gæti ég verið steinsofandi án þess að tapa neinu af því sem fer fram í tímanum. Ein af staðreyndunum sem hann er búin að setja fram er að Jón Páll hafi dáið af völdum eggja áts......það er bara algjört bull! Ekki nóg með það þá sagði hann að sjómenn og trésmiðir væru ekki að vinna erfiðisvinnu, en píparar og múrarar væru að því! Ég er að missa mig í þessari þvælu! Afhverju er ekki hægt að læra eitthvað að viti.
En yfir í aðra sálma, það eru 39 dagar í aðfangadag. Ekkert nema eintóm hamingja þegar mar klárar jólaprófinn og getur farið að vinna úr sér vitið fyrir jólin, eyða allt of miklum pening í gjafir og fá magasár af stressi.
Einnig var farið að dansa í gær og get ég ekki sagt annað en að ég sé að verða betri og betri með hverjum tímanum, samt ekki mikið. En við Eva vorum alveg á fullu í sveiflunni í góðan tíma og höfðum gaman af! Svo fórum við að eta og horfa á O.C., skelltum okkur svo í .................. og fengum okkur ís. Svo var horft á C.S.I. og skellt sér til svefns. En ég er að fara að sækja litla bróðir á Keflavíkurflugvöll, hann er að koma frá Skotlandi þar sem hann var hjá félaga sínum í Celtic og er búin að vera þar í viku. Hafið það gott!
Salí....!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home