fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Myrkraveröld liggur yfir landinu eftir hrikalega erfitt tap gegn Króatíu í EM í gær. Ég hef án efa aldrei verið eins fúll eða leiður í langan tíma útaf eins litlu atriði eins og þessu, einhvern veginn hafði þetta mjög slæm áhrif á mig, ég fer að hallast að því að ég er bara hálfur maður við tap, eða ég vitni í bloggið mitt;" Every time you win, you´re reborn. When you lose, you die a little.".
Aftur á móti sá ég alveg ótrúlega góðan hlut í gær. Ég fór í sund í laugardalslaugina sem er nú ekki frásögu færandi vegna skíts í klefanum, en þeytivindan sem þurkar sundskýluna á met tíma vinnur þetta aðeins upp. En ég fór í pottinn, sá þar tvo vini, annar þeirra var blindur og hinn var að hjálpa vini sínum að rata og fl. Strákarnir voru ekki deginum eldri en 13- 14 ára. Ég er ekkert smá stoltur af þessum félögum, það er ekkert allir sem eru svona hrikalega góðir við vini sína. Gaurarnir voru í góðum stemmara og mér finnst bara yndi að sjá svona góðmennsku í fólki. Svona fólk á allt gott skilið! Salí!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home