þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér er ill í bévítans bakinu! Við ákváðum að smella okkur á skíði eins og ég var búin að nefna hérna í gær og allt í lagi, stemmarinn var góður, nýbúin að renna niður einum Serranos og í nokkuð góðum fíling. Þá var komið að skemmtilega partinum, að redda sér skíðum og fara í fjallið. Ég fæ mér skíði til leigu, þokkalegt rán eða 2500 kjall og svo dagspassi á 1500 kjall fyrir helvítis tvo tíma. Sem sagt 4000 kjall fyrir 7 ferðir eða eitthvað. En besti parturinn er eftir. Skíðin sem ég leigði voru með nöglum undir eða eitthvað því þau runnu ekkert, okei gat alveg sætt mig við það því að þá eru minni líkur á að ég drepi mig, en nei, þá reyndu skíðin að drepa mig. Allt í einu datt vinstra skíðið af og ég slammaði beint á smettið. Ekki fögur sjón og alls ekki gott! Þetta skeði svona 10 sinnum að skíðin yfirgáfu mig bara og ég fór og fékk ný skíði og endurgreitt! Kjallinn var þá loksins orðinn sáttur. Fórum svo heim og lögðumst upp í rúmm að deyja í löppunum, reyndar búin að labba ca. allt of mikið í hlíðum Bláfjalla(skíðin voru ekki uppi þar sem ég var). Morgunin var hreinasti viðbjóður, ég vaknaði að drepast í bakinu og var dauð þreyttur. Mætti í skólann eins og alltaf og hvað kemur til, tveir fyrstu tímarnir féllu niður af því að kennararnir voru veikir. Ég nennti þessu nú bara ekki og fór heim, fékk mér að éta og fór á 3 tíma æfingu. Spurning um að fara slappa aðeins af í þessu hreyfingar dóti en ég held að ég geti það ekki! En hvað með það. Salí!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home