mánudagur, maí 22, 2006

Ein erfiðasta helgi sem ég hef átt er senn liðin, jafnframt var hún ein sú skemmtilegasta í áraraðir! Laugardagurinn var notaður í steggjun á Tomma, bróður Evu minnar. Við byrjuðum daginn á því að vekja Tomma um 6:00 og sendum hann í sturtu. Fórum heim og skildum hann eftir. Komum svo aftur um 8:00 og settum hann í búning sem var bara fyndið. Renndum á Reykjanesið þar sem við fórum í Go-kart og ég náði nátturulega lang besta tímanum, kemur ekki á óvart þar sem gaurarnir sem ég var að keppa við eru hálf hæfileikalausir á þessu sviði. Rúllaði þessu gjörsamlega upp. Eftir Go-kartið var haldið upp á Indriðastaði þar sem við fórum í Fjórhjólaferð, axakast, paintball og fleira. Eftir það lá leiðinn á skagan þar sem við settum Tomma í ÍA-búning og létum hann gera sig að fífli. Tókst betur upp en við bjuggumst við. Þar á eftir fórum við með hann í bæinn þar sem hann var látinn veiða í tjörninni, endaði þannig að hann synti út í eyju og löggan kom og var ekki parsátt við hátterni hans.Múhahhahahahahahahah! Hér er smá mynd af þessu.

Eftir að við vorum búnir að tala lögguna til fórum við með Tomma í sund í Vesturbæjarlaugina þar sem sundlaugarvörðurinn varð alveg brjálaður út í okkur af því að við vorum allir frekar fullir og Tommi var svo blekaður að það átti ekki að hleypa okkur ofaní. En með einhverri heppni tókst okkur að sannfæra liðið að við myndum sjá um hann og þau þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Snilldar ferð í sundinu varð að veruleika og heitur pottur varð að veruleika þar sem allir voru að krókna og þá sérstaklega Tommi. Eftir það lá leiðin á Nesveginn þar sem við fengum okkur hrikalega góða nautalund sem var á 5 kíló og hvarf fljótt ofan í svangan líðinn. Partý var háð til ca. hálf tvö um nóttina og þá voru tekin þung skref í bæinn. Röltum í bæinn í skítaveðri og blekk fullir. Fórum á Pravda þar sem Íbbi bróðir(Tankurinn) hleypti okkur inn fram fyrir ca. 50 manns og skemmtum okkur lala...í bænum þrátt fyrir langan dag og mikla þreytu. Hriklalega skemmtilegur dagur og takk fyrir allt strákar!
P.S. Fékk símtal frá Nuddskóla Íslands áðan og ég er kominn inn!!!!!!!!

7 Comments:

Blogger Team Urban Super Digital-Medium-Blog said...

Til hamingju með nuddarann! Þokkalega nett. Búningur á steggjun og alless. Þokkalega nice. Ég vildi ðað ég hefði berið á staðnum.Þá hefðu verið skot og læti!!!!

p.s.
HM-rokk!

23 maí, 2006 01:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera komin inn .Mamma

23 maí, 2006 14:21  
Blogger Maria Th said...

Til hamingju með nuddið!
..var sá steggjaði semsagt gæjinn í bleiku naríunum á Pravda?
Skilaði jakkinn þinn sér??
María Kvennó

23 maí, 2006 16:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, jakkinn skilaði sér...sem betur fer! Nei...hann komst ekki á Pravda vegna ölvunnar!

23 maí, 2006 16:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að komast inn í nuddskólann!!;)

En váts hva þetta hefur verið geggjuð steggjun hjá ykkur;)

24 maí, 2006 15:23  
Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU með inngönguna:) Kem í nudd eftir að vera búin hjá einkaþjálfara;)

30 maí, 2006 22:17  
Blogger yanmaneee said...

moncler
supreme hoodie
kd shoes
vans shoes
kd 12
retro jordans
air max 2018
yeezy shoes
converse outlet
chrome hearts outlet

14 ágúst, 2020 13:55  

Skrifa ummæli

<< Home