mánudagur, maí 08, 2006

Veðrið á Íslandi er alveg að gera sig um þessar mundir, ég eyddi gærdeginum á stullunum og stuttermabol. Fyrst skellti mar sér á eina góða lyftingaræfingu, svo smá körfubolti með strákunum og skellti mér á leik með KR gegn Breiðablik. KR var hrikalega lélegt í þessum leik og mar er ekkert sérstaklega vongóður varðandi knattspyrnusumar KR-inga. Reyndar tóku þeir blikana sem voru ekki að geta rassgat, nema einn gaur hjá þeim sem átti góða spretti.

Ég var að líta á hitamælinn, klukkan 10:43 á mánudeginum 8. maí og það er 16 stiga hiti í vesturbænum, hversu oft gerist það að það er svona heitt hér um slóðir, og það er logn í fyrsta skipti ever! Ég er einmitt að fara að detta í þann pakka að leggjast yfir bækurnar úti á svölum og reyna að læra eitthvað. Er búin að vera frekar latur við það, finn mér alltaf eitthvað annað að gera!

Já ég fór á uppboð hjá löggunni á laugardaginn, 240 hjól voru til sölu og fullt af óskilamunum sem löggan veit ekkert hvað á að gera við nema að selja þetta. Okei, það voru svona 200 manns þarna og 240 hjól, samt var fólk svo ruglað að það var að kaupa hjól sem er til sölu í Hagkaup á 14.990.- NÝTT á 12-16.000.- Næstum ónýtt. Hvað er að þessu liði? Ekki nóg með það, heldur var 90% af liðinun sem var þarna þjófar og ruddalíður sem var örugglega að reyna að kaupa til baka því sem það hefur stolið og löggan náð af því. Massa fyndið, fólk var að kaupa svo mikið af drasli á allt of mikinn pening. Og svo fær Íþróttadeildin og kórinn hjá löggunni allan ágóðan.

Jæja, ég kveð að sinni, verð að fara að læra! Salí!