mánudagur, apríl 24, 2006

Sorry með alla stuttu og lélegu póstana sem ég er búin að vera að henda inn hérna nýlega, ég er bara búin að vera hundlatur og er varla að nenna að bora í eigið nef ef ég þarf þess.
Ekki er skólinn að halda manni vakandi því að ég hef ekki mætt í tíma í að verða 3 vikur eða eitthvað, reyndar mætti í einn tíma og okkur var hleypt heim vegna lítillar mætingar. Sem sagt okkur var verðlaunað fyrir að hinir nenni ekki að mæta, ég er sáttur við það. Fyrir utan það að það er nákvæmlega ekkert að gera í skólanum nema að bíða eftir prófunum, hvað er málið með það, afhverju fáum við ekki bara frí fram að prófunum, það er miklu betra að hafa okkur hangandi heima en í skólanum, ég allavega nenni að gera eitthvað þar, í skólanum endar mar alltaf í að gera eitthvað allt annað en að læra.

Svo annað sem ég er alveg komin með ógeð á, það er veðrið, aldrei logn, alltaf rigning eða snjór og ég er að fara að gubba yfir þessu. Ef mar ætlar út að hlaupa verður mar að vera í Kraftgalla eða upp dúðaður eins og bangsi eða eitthvað. Það er ekki hægt að skella sér út og þrífa bíla né bara fara í labbitúr með konunni á kvöldin án þess að vera að krókna eftirá. Ég er farin að hallast að því að ég sé bara gerður fyrir loftslag þar sem hitinn er yfir 20°C allan ársins hring.

Sumarið er að koma og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Búin að láta mér detta það í hug að fara á sjóinn og fannst það geðveikt sniðugt en nokkrir aðilar eru ekki alveg til í að ég láti mig hverfa í ca. 3 mán. Eskimos þar sem ég er guide er búið að bjóða mér starf í sumar, þar verður mar að vinna 24-7 þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri. Ahhhhh........veit ekkert í hvort fótin ég á að stíga.

Jæja, ég er farin að leggjast yfir bækurnar(Helga, þetta er ekki neitt kynferðislegt) og reyna að læra eitthvað fyrir prófin. Salí!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað heldurðu að ég sjái eitthvað kynferðislegt út úr öllu...??? pff ég er enginn perri ( enginn er samt verri þó hann sé perri) híhí

25 apríl, 2006 13:00  
Blogger yanmaneee said...

a bathing ape
golden goose outlet
golden goose sneakers
chrome hearts outlet
ultra boost
nike sneakers for men
yeezy boost 700
jordan shoes
hermes online
jordan shoes

12 ágúst, 2020 19:56  

Skrifa ummæli

<< Home