föstudagur, nóvember 10, 2006

Þá eru það stóru fréttirnar, ég er komin með rétt til að nudda gegn greiðslu, bara að bjalla í kjallinn og ég geri allt sem ég get til að veita ykkur unaðslegt nudd, EKKI erótískt, orðið frekar leiðinlegur brandari!

Annað er Jólaumstangið sem byrjaði í byrjun Okt. Ég bara skil ekki þessa bull áráttu hjá þessu búðarpakki að byrja á þessum skreytingum áður en laufin falla af trjánum. Þetta gerir það að verkum að við missum frá okkur hugsunina um tilgang jólana, þessa góðu tilfinningu að það styttist í þetta, ég nenni ekki að vera að spá í jólagjöfum í september - október. Mér finnst bara persónulega að það ætti að setja lög um Jólaskreytingar. Mér finnst að það eigi að setja þær upp 1. DES og ekki degi fyrr. Jólalög séu ekki spiluð fyrr en 7. Des og þetta jólamadness hverfi aðeins úr stressinu okkar. Mér finnst óþægilegt að hafa þetta stress-jóla-bull hangandi yfir hausum svona lengi!

Svo er það dagurinn í dag, vibba veður, 30 metrar á sec. og rigning og ég þarf að vera með hóp frá hádegi til 21:00 í kvöld, mjög skemmtilegt!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt alveg nudda mig þegar ég kem heim um jólin, ekki veitir af svona þegar maður er í öllum prófalestrinum ;) en þetta þýðir samt ekki að þú sleppir við að gefa mér jólagjöf....

11 nóvember, 2006 21:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef heyrt það að það sé mun skemmtilegra að nudda þá sem hafa eitthvað utan á sér þannig Davíð minn.. þú bara heldur þig við bækurnar og við sendum einhvern á borð viiið? mig kannski... ekki kallaður tankur fyrir ekki neitt:D
puta madre.. farinn á klámsidurnar...
later biatcjhess:D

13 nóvember, 2006 00:41  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er alveg sammála þér Ágúst með þetta jólavesen svona snemma... ég neita að fara í jólaskap fyrr en um miðjan desember!

hvað segíuru nudda...ha?

14 nóvember, 2006 22:35  
Blogger agustdan said...

Ég tek þetta allt til íhugunar! Ívar, það er lika borgað eftir fermetrum, þannig að þetta verður aðeins dýrara að nudda þig en Fabio - ljósastaurinn! Múhahahahaha!

15 nóvember, 2006 14:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég meina.. Ágúst minn að EF það er borgað eftir fermetrum þá er spurnig hvort það er hagstæðara að nudda tankinn eða LaLLa luktastaur á kanntinum (DK) ? ég held að nú verðuru að hugsa hagstætt og ath bókhaldið því ég gæti jafnvel bjargað fjármálunum ;) HEHEHEH
later..tank

16 nóvember, 2006 00:04  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHAHAHA !!!!! bara fyndnir þarna á íslandinu, bíðið þangað til ég kem heim og...... klappa ykkur á öxlina ;)

16 nóvember, 2006 20:23  
Blogger yanmaneee said...

nike air max 270
nike air max 97
birkin bag
off white jordan 1
off white nike
nike air force 1
hermes
balenciaga triple s
hermes birkin
lebron 15

14 ágúst, 2020 13:56  

Skrifa ummæli

<< Home