fimmtudagur, október 05, 2006

Það er ógeðslega flott veður miðað við það að núna sé 5. okt. Skil þetta ekki, ef þetta verður svona í vetur verður þetta hundleiðinlegt. Engin snjór = Lítið sem ekkert farið á sleða, getur ekkert verið að leika sér á jeppunum í vinnunni og vatnið botnfrís ekki í Skorradal. Þá er ekki hægt að fara á fjórhjólunum að leika sér á vatninu/klakanum og verið að slæda og steypast.

Annað er það að í skólanum núna er ég á námskeiði hjá gaur sem heitir Gary Scheihtzei eða eitthvað og hann er að kenna okkur djúp vefja nudd. Og það er ekkert grín, þar eru bara notaðir hnúarnir og olbogar og það er verið að bora svo viðbjóðslega langt inní vöðvanna að mar er að drepast. Reyndar er ekkert að marka þetta hjá mér því að ég byrjaði að vinna með Matta sem er ruglað sterkur og gerir allt til að láta þig fara að grénja. Ég hef bara án efa aldrei grénjað svona mikið á ævinni. Gaurinn sem kennir okkur er algjör snillingur, kemur frá Canada og bara ógeðslega góður í nuddi. Langar bara að fara að læra meira hjá honum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ. Bara svona ef þú hefur ekki kíkt inn á NÞ síðuna okkar, þá er reunion 14.okt fyrir allan 2004 árganginn og það eru upplýsingar og svoleiðis á NÞ síðunni, líka talað um þetta á árgangasíðunni!
Nenniru líka að ýta á Villa og Ara og fá þá til að koma :)

Kv. Arna Rún :D

05 október, 2006 16:25  

Skrifa ummæli

<< Home