miðvikudagur, september 27, 2006

Frábær helgi nú liðin er, eða þannig. Fór í skólann á laugardaginn og vorum að nudda á fullu, var ógeðslega gaman, ég og Agnar vorum að nudda hvort annan og tókst bara vel upp. Tókum mjög vel á því á fótunum sem olli því að við svitnuðum það mikið að skipta þurfti um lak á bekknum. En samt sem áður var mjög gaman og við gátum alveg fundið fyrir spennunni í loftinu vegna partýsins um kvöldið. Eftir skólann fór ég heim að taka til og svo puntaði mar sig aðeins áður en lagt var af stað í matinn, leiðin lá á Tapas og fórum þar í óvissuferð. Maturinn var svona lala en ekkert sem ég myndi hrópa húrra yfir. Eftir það var farið heim og næstu 25 mín fóru í það að fá sér smá bjór. Partýið gekk vel, allir skemmtu sér vel og bara ótrúlega góð stemming á svæðinu. Þá er einhverjum algjörum bjána boðið í partýið og ég var ekki sáttur. Í fyrsta lagi var gaurinn 125 kg af ..........., helsver með tattú allstaðar og ekkert sérstaklega rólegur. Ég varð nokkuð stressaður og hringdi í Íbba bróðir og hann kom eftir 5 mín með Enric og Frikka. Þá byrjar gaurinn að niðurlægja Enric fyrir framan mig og ég segi honum kurteisislega að hann megi bara fara út þar sem hann væri ekki velkomin í mínu húsi vegna framkomu hans. Hann tók það vel í orð mín að hann kýldi mig kaldan í andlitið og þá stökk Enric til og reif í hendurnar á honum og hélt þeim aftur fyrir bak. Þá kom stelpan honum út og þau fóru, ég vankaðist eitthvað við þetta og datt út í smá stund, en vaknaði nett sprækur og fór á slysó. Ég fékk að hanga þar í 2 tíma, engin kíkti á mig og fékk svo að fara heim. Nema það að ég var ekki með veski á mér og síminn var batteríslaus og ég gat því ekki reddað mér heim og spurði því hvort ég mætti hringja. Yndislegu konurnar í afgreiðslunni bentu á tíkallasíma og brostu. Ég labbaði því frá Fossvogi og heim á Nesveginn, það tók mig einungis 2 tíma að labba þar sem ég átti frekar erfitt með að labba fyrsta klukkutíman. Daginn eftir gerði ég ekker annað en að æla vegna heilahristings. Mjög gaman og langar bara þakka fyrir höggið. Aftur á móti langar mig að þakka Ellen og Lindu fyrir að koma mér á Slysó. Rico fyrir að stoppa ................ og öllum þeim sem höfðu fyrir því að nenna að hafa áhyggjur. Múhahaha! En takk fyrir partýið og ég er að fara að setja myndir á netið eftir smá!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey... Ritskoðar þessi síða kommentin?!?!?

28 september, 2006 11:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Jebb...óvart!

28 september, 2006 12:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held bara að þú ættir að koma að djamma með mér á Suðurlandinu;) það er ekki nærri því jafn hættulegt, ég hef allavega aldrei verið barinn, allavega ekki fast:)Ég skora á þig að koma á ball 14. okt í Ingólfshvoli:) ég skal meira að segja kenna þér að eyðileggja hluti eftir áfengisneyslu hehe

02 október, 2006 23:06  

Skrifa ummæli

<< Home