sunnudagur, september 17, 2006

Ég átti án efa hrikalega skemmtilegan dag í gær, ég fór með par frá Ástralíu uppá Langjökul þar sem þau fóru á vélsleða. Á meðan ég var að keyra yfir sprungur og geðveikt mjúkan snjó sem lét mann alveg hafa fyrir því að komast uppettir kom þyrla á geðveikri ferð í lágflugi yfir okkur. Þegar að sleðunum var komið var fólk í þyrlunni sem ég hafði hjálpað um morguninn og þau buðu mér í 10 mín flug um jökulinn. Er alls ekki að segja að það hafi verið leiðinlegt. Hef aldrei skemmt mér eins vel á ævinni. Var með hjartað í buxunum allan tíman, gaurinn var ekkert að spara það á þyrlunni. Eftir að þessu lauk fór ég ásamt öðrum gaur að jeppast á jöklinum meðan við vorum að bíða. Bara gaman og ég festi mig bara 4 sinnum. Náði samt að losa mig öll skiptin og lærði heví mikið á þessu. Eftir það fórum við Kaldadalinn til baka eftir jökulinn og hann var þvílíkt blautur og drullugur vegurinn. Ég varð bara að taka á druslunni til að komast í gegnum suma drullupollana. Fólkinu fannst þetta geðveikt og ég skemmti mér ekkert minna. Eftir að ég droppaði þeim á hótelið fór ég á KR - Grindavík, náði heilum 6 mín, betra en ekki neitt. KR er sem sagt í Evrópusæti með -4 í markatölu, þvílíkur skandall. En hvað með það, mar verður að fara að gera eitthvað að viti. Bæ!