mánudagur, september 04, 2006

Áfram Íslenska Löggan, enn eina ferðina er hún búin að skjóta sig í fótinn. Tek hérna smá texta af síðu lögreglunar:
Skrílslæti í Reykjavík
Lögreglan í Reykjavík var kölluð til vegna ungmenna sem höfðu safnast saman í Skeifunni eftir miðnætti í nótt. Upphafið mátti rekja til þess að ungur maður var að kasta af sér þvagi í hraðbanka. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar fyrir maður sem hún þurfti að ræða við vegna líkamsárásar. Sá var ósamvinnuþýður í meira lagi og því var viðkomandi handtekinn.
Bar þá svo við að hópur nærstaddra reyndi að ná manninum úr haldi lögreglunnar sem hörfaði undan fólkinu. Rigndi síðan grjóti og flöskum á lögreglubifreiðina en í kjölfarið var fjölmenn sveit lögreglu- og sérsveitarmanna send á vettvang. Illa gekk að stilla til friðar en á staðnum voru 150-200 ungmenni, langflest á menntaskólaaldri. Beita þurfti kylfum á þá sem mest höfðu sig í frammi og voru tíu handteknir. Þeir verða yfirheyrðir eftir því sem ástand þeirra leyfir en margir höfðu neytt áfengis í óhófi.

Þarna taka þeir ekki fram að þeir voru að berja einstaklinga sem ekki áttu það skilið, gerðu það óvart eins og ein löggan orðaði það. Þeir taka það heldur ekki fram að einn var fluttur á spítala í sjúkrabíl eftir það að einn lögreglumaður réðst á hann.

Svo þegar falist er eftir upptökum af myndavélunum hjá BT og Höldur bílaleigu, þá eru þær myndavélar sem sjá um að vakta svæðið ekki tengdar. Er það ekki frekar skrítið? Frekar furðulegt að myndavélar sem alltaf erum í notkun virki ekki þetta eina kvöld! Svo er það besta, þar sem einstaklingarnir þarna eru á menntaskólaaldri og sumir ekki komnir á sjálfræðisaldur geta þeir ekki borið vitni, mesta steypa ever. Löggan hefði getað gert hvað sem er og engin getur borið vitni gegn henni. Þannig að það er hægt að gera hvað sem er við kvikindin og ekkert hægt að gera í því vegna aldurs þeirra. Engin getur borið vitni gegn löggunni sem gerir hana frekar valdamikla gagnvart litlu krökkunum sem áttu þetta ekki skilið. Ég veit að það voru einstaklingar þarna sem áttu það fullkomlega skilið að láta járna sig, helst henda í steininn og týna lyklunum af klefunum. Aftur á móti viðurkenndi einn lögreglumaður fyrir mér í samtali í morgun að hann taldi að þetta hafi farið úr böndunum hjá sínum mönnum sem klárlega réðu ekki við ástandið og óvart lent í því að "dangla" í vitlaust og saklaust fólk á staðnum. Þannig er málið að Ívar bróðir er einn af þeim sem var á staðnum og hann var barinn það illa af löggunni að hann fór með sjúkrabíl á slysó eftir átökin, ekki kærður né handtekinn en samt með brotna pípu í hendinni og með slitinn vöðva. Hvernig stendur á því að hann er tekinn fyrir og barinn svona illa? Lögreglan má aldrei beita meira valdi en hún sjálf er beitt. Afhverju var hann þá ekki handtekinn? Þýðir það þá ekki að hann hfai ekki gert neitt af sér. Hann flúði ekki af staðnum þar sem hann var sóttur af sjúkrabíl. Þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í dag! Er ógeðslega reiður og er núna að vinna í því að redda mér video-upptökum frá kvöldinu, vitnum og ætla með þetta mál eins langt og ég get. Ef einhver veit um myndir eða eitthvað varðandi þetta kvöld endilega hafið samband við mig í síma 869-1151. Takk fyrir!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman ad heyra ad thú lætur thitt ekki eftir liggja kúturinn minn, vildi ad ég gæti verid tharna og adstodad :) kv. Davíd

p.s. Vid fáum íbúdina 1.okt, snilld, 60 fm kvikindi og læti, gaman í DK. Já og skólinn er byrjadur, veeiiiii :(

08 september, 2006 12:35  

Skrifa ummæli

<< Home