föstudagur, ágúst 11, 2006

Já ég er búin að vera latari en andskotinn í blogginu. Þannig að ég ætla að breyta því með einum góðum pósti í dag. Byrjum á deginum, hann er viðbjóður, ég er með beinverki, hita, kvef, hálsbólgu og geðveikt mikið kvef, er hálf heppinn að kafna ekki í eigin slími. Góður dagur? Nehh.... en skellum okkur í að fara yfir það sem ég er búin að gera af mér undanfarið. Vinnan er búin að vera mjög stór hluti af því sem ég hef verið að gera undanfarið. Er að fara í 4 daga út á land með brúðhjón frá New York, búin að eyða 2 dögum með þeim og þau eru algjörir snillar. Gellan er bara flott og spyr endalausra spurninga sem ég hef bara gaman af og kjallinn hennar er ekki alveg að nenna öllum þessum ferðalögum. Hún nennir ekki að kalla mig Ágúst og er farinn að kalla mig Leó af því að henni finnst ég eitthvað líkur Leonardo DiCaprio.

Síðasta helgi var hrikaleg, fór til eyja og hitti gommu af liði og drakk eins og ég ætti lífið að leysa. Dabbi bróðir og kjellan hans fóru með okkur Evu og var það algjör snilld. Við fórum með Ælólfi um 12:00 á föstudeginum í því líkum veltingi og ég átti erfitt með að æla ekki, reyndar fékk mér burger með fröllum og pepsí. Strax og komið var í land henti mar sér í 10 kassa af bjór sem við tókum með okkur. Hittum endalaust af fólki á leiðinni í dalinn og vorum þar til að verða 4 um nóttina þegar við Davíð vorum dregnir heim af konunum því að þeim fannst við vera allt, og þá meina ég allt of fullir, vorum eitthvað aðeins í glasi. Týndum stelpunum í ca. 3 tíma og vorum í ruglinu fyrir framan sviðið með Dr. Spock að missa það. Þar var Kolla Smiley að dansa með okkur, bara nett. Hittum svo endalaust af gellum og nokkra vini okkar.
Laugardagurinn var voðalega erfiður, vaknaði meira fullur en ég fór að sofa, reyndi að hella í mig smá bjór en ekkert var að koma niður. Fórum svo í sund og hittum Ómar í KR og hann var nokkuð borubrattur. Hann sagðist ætla að taka á því um kvöldið. Förum að því síðar. Eftir sundið var Lambalæri og meðlæti sett á grillið og nokkrum bjórum hent niður ásamt vodka, gini og el capitan. Skelltum okkur í dalinn og náðum að djamma nokkuð vel þrátt fyrir að þynnkan hafi ennþá verið til staðar. Á leiðinni inní Togga-tjaldið þá mættum við Ómari í fanginu á 2 gæslugaurum og já, hann var dauður og ekki alveg að meika þetta, by the way klukkan var rétt að verða hálf eitt um nóttina. Ekkert var tekið á því um nóttina að viti en samt geðveikt gaman.
Sunnudagurinn var aðeins nettari, mun betra veður, vkanað og dottið í puldur og bjór, farið í heita pottinn hjá Bigga frænda í eyjum með smá nesti með sér. Eftir það var grill og farið í dalinn í Brekkusönginn, Bubbi var aðeins á undan og var geðveikt góður. Var að missa mig af ánægju þarna, náði mér í stól og gróf hann niður í brekkuna svo það væri gott að sitja og svo var sungið af hjartans list fram að miðnætti þar sem snilldar flugeldasýning var sýnd og kveikt á 132 blysum í hlíðum dalsins. Ógeðslega góð tilfinning. Svo var djammað með góðum nestisstoppum í hvítu tjöldunum fram eftir morgni, vorum að velta inn frekar seint, svaf 1 tíma áður en ég vaknaði fyrir heimferð í Æludallinn. Ég vill þakka öllum sem ég hitti og djömmuðu með mér fyrir helgina og vona að það sé hægt að endurtaka djamm bráðlega.

Kveð að sinni!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bíddu bíddu...! Mér sýnist þú bara vera í nágrenni hnakkistan í nánast hverri viku!! og hvenær á svo að koma að heimsækja mig og króan??! komin í hús og hann farinn að hlaupa og sparka á undan sér fótbolta! og svo er eva líka ALDREI búin að sjá hann! Ykkur er hér með boðið í Löngumýri 4a í heimsókn þegar þið viljið! :)

11 ágúst, 2006 17:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ þú verður svo að fara að drífa í því að setja inn þjóðhátíðamyndirnar:) Já og takk fyrir síðast:)

13 ágúst, 2006 21:58  

Skrifa ummæli

<< Home