Jæja, þreyttur var ég í morgun. Var rétt svo að ná því að skríða fram úr rúmminu um korter í átta, fékk mér að éta og rölti út. Strætóinn var rétt ókominn þannig að ég fékk mér sæti. Var ekki búin að setjast niður er strætóinn kominn og ég stökk inn, borgaði 250 kallinn með 25 tíköllum og settist niður. Ýtti svo á STANZ hnappinn þar sem ég ætlaði út og rölti að dyrunum, mæti ég ekki þar skemmtilegri hnátu. Það var Ingunn sem ég er ekki búið að hitta í allt of langan tíma(hitti hana daginn áður en það var hæ/bæ móment) og fór að spjalla, þetta gjörsamlega bjargaði hjá mér morgninum. Var hálf niðurdreginn eitthvað en að hitta fólk sem er alltaf brosandi kemur manni alltaf í gott skap. Ég veit bara ekki hvernig henni tekst að vera alltaf í svona góðu skapi og það er bara alveg órtúlegt hvað hún smitar út frá sér. Bara sáttur við hana. Svo eftir vinnu í dag er mar að fara í mat hjá gamla liðinu, detta í einhevrn góðan fiskrétt og svo er mar að spá í að skella sér á leikinn hjá Gróttu í kvöld, þeir eru að spila við Hamarsmenn. Leikurinn fer fram á nýja gervigrasvellinum. Allir að kíkja á völlinn!
1 Comments:
Já vá hva það getur bjargað deginum hjá manni að rekast óvænt á skemmtilegar manneskjur;) og Ágúst minn þér ert sko einn af þeim sem bjargar deginum hjá manni þegar mar hittir þig, ég veit ekki hvað mörgum dögum þú hefur bjargað hjá mér!!;D;D
Skrifa ummæli
<< Home