Ég hef tvennt að segja ykkur, ekki fara í útileigu í tjaldi svona snemma árs, ekki sofa með líkamann við tjaldið sjálft. Ég fór í útileigu um helgina, keypti mér ferð með rútunni í Reykholt sem er nátturulega ekki til frásogu færandi. Gaurinn sem sat fyrir framan mig var ógleðslega illa lyktandi, bílstjórinn var ekki með loftræstinguna á og keyrði mökk hægt. Þegar ég var búin að vera í næstum 2 tíma í bílnum var ég rétt svo kominn á Selfoss og borgaði 1700 kall fyrir þetta. Þetta er bara rán á hábjörtum degi. Á Selfossi fékk ég símtal frá Helgu og co. og þær skutluðu mér í Reykholt og gáfu mér 4 poka af gúmmelaði. Á leiðinni fékk ég að heyra margt mjög skemmtilegt um þær stöllur og hvað gerðist kvöldið áður þar sem Helga hélt upp á afmælið sitt. Þar fékk ég að heyra algjöra snilldar sögu af Halldóru okkar, hún er rosaleg sú stelpa. En yfir í útileiguna, á laugardeginum þegar ég kom fórum við í hestaferð sem mér fannst bara í það hægasta og ég hélt að ég væri ragur "hestamaður". Eftir það var farið í sund og svo var grillað. Um kveldið var brekkusöngur þar sem við smöluðum öllum á tjaldstæðinu og tókst það mjög vel upp. Sumir voru frekar ölvaðir en það kom ekki niður á neinum. Sunnudagurinn var notaður í að skoða Gullfoss og Geysi, eftir það var grillað að vanda eins og á að gera í öllum útileigum og svo fórum við í það að pakka saman öllu dótinu. Góð helgi sem fór vel í mann. Aftur á móti var maður svona í það þreyttasta þannig að ég svaf í 14 tíma aðfaranótt mánudagsins. Í gær skellti ég mér í bíó á Mission Impossible 3 og fannst hún svona lala...ekkert mikið meira en það. Bjóst einhvern vegin við meiru af henni. En ég þarf víst að fara að vinna! Bæbæ:)
1 Comments:
yeezy
calvin klein underwear
off white
kobe shoes
curry 6
yeezys
yeezys
vans
balenciaga
balenciaga shoes
Skrifa ummæli
<< Home