mánudagur, júní 26, 2006

If you have a work that you like, keep it and you never have to work again! Þessi fleyga setning kom af vöru Þórdísar eiginkonu Tomma sem er bróðir Evu minnar. Við fórum einmitt í brúðkaup til þeirra um helgina, athöfnin var svo flott að ég gjörsamlega tapaði mér og tók um 450 myndir í kirkjunni. Eftir það var lagt af stað í AKOGES-salinn sem er í Sóltúni 3 og þar var haldinn heljarinnar veisla. Bæði steggja- og gæsamyndbandið slógu í gegn og það var einstaklega skemmtilegt að sjá svipinn á brúðhjónunum. Maturinn var hreinasta snilld, innbakaðir sjávarréttir voru í forrétt og svo hunangsgljáð kalkúnabringa/lambaframpartur í aðalrétt og svo var auðvitað þessi rosalega brúðarterta. Ég píndi mig í nokkrar ferðir á hlaðborðið og var bara nokkuð sáttur með þessi 3 kg sem ég bætti á mig við þetta. Eftir matinn tókum við Hulda sem var veislustjóri með mér eitt atriði sem við gerðum öll á 3 árinu okkar í Kvennó, ég söng, takið eftir, ég söng lagið; Komdu nú og kysstu mig sem allir Kvennskælingar vita hvað er eftir peysufatadaginn. Svo voru nokkur skemmtiatriði og 2-3 ræður litu dagsins ljós. Eftir það var ekki langt í það að brúðhjónin létu sig hverfa og fóru saman í bústað í Úthlíð. Eftir það varð húllum hæið aðeins meira og tónlistinn var aðeins hækkuð. Klukkan 2 um nóttina var okkur eiginlega hent út úr salnum og við pöntum leigubíl. Ekkert tókst þannig að um kl. 3:30 tókum við okkur til og fórum í bæinn. Ég hélt á Evu(vareitthvaðilltílöppunum) frá Sóltúninu og niður í bæ með smá hjálp frá Jóhanni Pétri. Í bænum þá fórum við beint á Nonna, fengum okkur sveitta báta með hrikalega mikið af sósu. Svo kom að því að við vorum rekin út. Erna og fleiri voru að syngja og það heyrðist frekar hátt í þeim og ekki var Nonni sjálfur sáttur við það. Eftir það fór mar með Jóhanni að kaupa sér öl og rændum leigubíl fram fyrir alla röðina og beint heim í rúmmið. Snilldar djamm og góður dagur.