fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Jæja þá er ég búin að vera hugsa hvað ég er búin að vera að gera í sumar, sem ég hef aldrei gert áður og svo var ég að spá í einu, hvað er það sem mig langar að gera og hef aldrei gert.

Það sem ég hef gert í sumar:
  • Rafting
  • Stokkið fram af 7 metra kletti - í Jökulá
  • Fór í Landmannalaugar
  • Fór um Breiðafjörðin í einkasiglingu
  • Fór í Flatey
  • Skaut úr riffli
  • Skaut úr haglabyssu
  • Skaut úr boga
  • Fór í hundasleðaferð á jökli
  • Fór í jöklaferð á jeppa
  • Fór í 7 tíma Fjórhjólaferð
  • Fór á Jestki - sem mar stendur á

Það sem ég á eftir að gera:

  • Fara í fallhlífarstökk
  • Mótorhjólaferð um Evrópu
  • Smella mér í heimsreisu
  • Reyna að veiða á flugu(vantar smá þolinmæði)
  • Fara í Íshellana á norð-vestur horni Langjökuls
  • Keyra yfir Sprengisand og Kjöl
  • Fara í Þyrluflug
  • Skella sér til Danmerkur í heimsókn til Dabba brósa
  • Klára nuddskólan
  • Fara í Ískeppni á Fjórhjólum
  • Kaupa mér Íbúð

Þetta er ágætis byrjun á löngum lista. Læt hér við sitja.