þriðjudagur, september 19, 2006

Góðir dagar eru nú ekki á hverju strái, ég á örugglega einn af mínum mest pirrandi dögum núna. Var að keyra frá Indriðastöðum í Skorradal á Löglegum hraða, þó að það sé frekar fátítt hjá mér en var samt ekki að keyra of hratt. Mæti lögreglubíl í Mosfellsbæ og þeir segjast hafa mælt mig á 91 km/h þegar á mælinum stendur á ca. 80 hjá mér. Ég gæti ekki verið mikið meira svektari núna. Ég er búin að vera á fullu að reyna að hægja á mér og tel mig standa mig þokkalega vel, þá kemur einhver helvítis steypa á mig frá helvítis yfirvaldinu og sektar mig um einhvern 15.000.- kall fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Ég er allavega búin að ákveða það að borga þetta ekki og láta þetta fara fyrir dóm. Mótmæla þessu fram í rauðan dauðan. Læt ekki vaða yfir mig þegar ég veit að ég gerði ekkert af mér. Annað væri ef ég hefði verið að keyra of hratt, þá get ég bara kennt mér sjálfum um og ekki verið að þessu helvítis röfli. Farin í ískalda sturtu áður en ég tapa mér úr reiði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home