þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Já...ég veit að ég er búin að vera hauglatur að skrifa á bloggið. En mér er bara eiginlega alveg sama, það er snjór úti sem ég elska!! Ég reyndar hef ekkert sérstaklega gaman af því að grafa bílinn minn úr sköflum en það er vibba gaman að keyra. Ég er reyndar ennþá á sumardekkjunum en það er ekkert að stoppa Grænu Þrumuna. Við erum að tala um það að þruman þýtur í gegnum skaflana, fram úr jeppunum og öllum þessum vitleysingum sem kunna ekkert að keyra. Þruman er alltaf ssssssiiiiiiiideways! Gerist ekki betra. Ég er búin að vera með bros á vör síðan snjórinn ákvað að sína sig. Fólk er örugglega farið að halda að ég sé eitthvað skrítinn, fór meira að segja út í snjóinn með Hönnu sem er með mér í Nuddskólanum og fór í snjókast, reyndar ákvað að kaffæra henni sem vakti upp snilldar minningar þegar ég tók Davíð og Ívar með sitthvorri hendinni og kaffærði þeim án þess að hafa fyrir því. Þeir spriklandi með hausinn í snjónum og ég bara að chilla. Hafði nákvæmlega ekkert fyrir þessu. Vorkenni strák greyjunum aðeins að hafa ekkert í kjallinn. Byssurnar alveg að jarða þá!!En frá hetjusögunum í nútíman. Ég er á fullu að leita mér að vetrardekkjum á þrumuna. Annað er það að ég vil óska Mörthu og Heimi til hamingju með litla sæta strákinn sem þau voru að eignast.