mánudagur, desember 11, 2006

Þá er ég búin að finna draumavagninn, ekkert slor....og við erum ekki að tala um eitthvað sportkvikindi. Við erum að tala um lúxus svítu á hjólum. Ég gæti alveg hugsað mér það að selja bílinn, húsið og fleira í framtíðinni fyrir þetta hérna http://69.is/openlink.php?id=29714 tékkið á þessu. Þetta er rugl og ekkert annað. Manni varla langar að fara þarna inn þetta er svo flott. Og verðið er þvílíkt gott, einungis 40 millur á borðið.

Það er nákvæmlega ekkert að gera hjá mér í vinnunni, er ekki búin að gera rassgat í dag. Jú ég fór í morgun að aðstoða Tomma bróðir Evu við það að ná í bílinn þeirra sem gengur fyrir Dísel olíu. Þórdís fór í morgun og keypti BENSÍN á bílinn og skildi ekkert í því hvað gerðist þannig að ég þurfti að ná í Tomma, ná í bílinn og draga hann á verkstæði. Svenni pabbi Evu tók á móti okkur með bros á vör og ég var grénjandi úr hlátri yfir því að setja bensín á dísel bíl. Þá komumst við að því að það eru 5 bílar í familíunni hennar Evu og 2 eru á verkstæðinu hjá hinum. Ernu tókst með einhverjum meistaratöktum að stúta hjólabúnaðinum á Lancernum vinstra megin að framan.

Ég er bara að drepast úr hlátri yfir þessu öllu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það kemur ekkert lítð á óvart hvað þú ert búinn að vera duglegur að skrifa á bloggið undanfarið.....svo áttaði strákurinn sig á því að prófin eru búinn, hefur ekkert betra að gera. Not just a hatrack my friend ;) hehe

11 desember, 2006 20:13  

Skrifa ummæli

<< Home