sunnudagur, desember 10, 2006

Maður lifandi....ég er í fríi í heila helgi, ohhhhhh.....hvað það er ógeðslega gaman. Hafa nánast ekkert að gera og geta bara eitt tímanum í ekki neitt. Kláraði prófin mín á fimmtudaginn, rúllaði þessu upp. Fannst þetta svona nokkuð létt en veit samt ekki alveg hversu hátt mar fær í þessu. Mar fær að vita það 15.des og þá er Eva mín búin líka. Verður algjör snilldar dagur! Jólahlaðborð um kvöldið með Nuddskólanum og nokkuð nett djamm. Kannski 1-2 bjórar brúkaðir þar. Minnir að við séum að fara á Crappe Dappe Di em eða eitthvað? Man ekki alveg hvað staðurinn heitir hvað þá heldur hvernig þetta er skrifað.

Í gærkvöldi var spáð óveðri, ég fór út í smá bíltúr og það var bara ekkert að veðrinu. Það var smá vindur og slydda en ekkert sem kallar á það að fólk sé að kalla á björgunarsveitir. Fólk er orðið svo ruglað nú til dags að það kallar á björgunarsveit þegar það er fast í innkeyrslunni hjá sér á leiðinni í sunnudagsbíltúrinn. Ekkert nema frekja og vitleysa að vera að kalla þetta góða fólk út fyrir fólk sem er svona virkilega vitlaust. Hluti af þessu er reyndar að fólk er orðið of góðu vant. Mér til dæmis finnst að þeir sem eru verktakar og fersta dót sitt ekki nógu vel niður og fá björgunarsveitirnar til að bjarga á sér rassgatinu dag eftir dag eigi að borga nógu andskotið mikið fyrir ómakið hjá fólki sem er að vinna þetta allt í sjálfboðavinnu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bara til að vera böggandi úr fjarlægð..... það er Carpe Diem þýðist gríptu daginn ;) hlakka til að sjá þig gamli, styttist í þetta

11 desember, 2006 20:09  

Skrifa ummæli

<< Home