föstudagur, janúar 19, 2007

Dagurinn byrjaði snemma, ég fór á fætur klukkan 4 í nótt og skutlaði ástinni minni á völlinn þar sem hún er að fara með Sæunni til Danmerkur. Ég get nú ekki neitað því að ég hafi verið nokkuð þreyttur en ákvað samt að fara í vinnuna. Var komin um 6 í morgunsárið og náði að selja 2 ferðir, nokkuð gott miðað við það að ég var vel sofandi á meðan ég gerði þetta.
Núna er ég bara eins og auli, finnst ég vera hálf vængbrotinn, það eru 6 tímar síðan ég talaði við elskuna mína og ég er því líkt farin að sakna hennar að mig langar bara heim og undir sæng. Það er nú ekki eins og það sé langt í að hún komi heim en samt er ég alveg að drepast úr söknuð.

Annað er það að frænda partýið er að breytast í kvöld, ég býst nú við því að það verði hittingur en Ómar og Steini frændi eru að verða algjörar kellingar, eru bara að fara að hitta kellingarnar í kvöld útaf bóndadeginum í einhverjum bústað, engin öfund þar á ferð þar sem konan mín er í DK. Ætli það verði ekki bara póker og öl í kvöld með tengdakvikindunum og Skuugell frænda að norðan.

Langar svo að þakka öllum fyrir kveðjurnar á síðunni og í síma um erfingjan okkar Evu. Mange tak!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ Ágúst...long time síðan seinast:)langaði að óska ykkur Evu innilega til hamingju með litla gullmolann sem kemur bráðum í heimin:)

kveðja Áslaug (leikjanámskeiða-áslaug)

25 janúar, 2007 10:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekki skoðað þetta blogg í háa herrans tíð... enda finnst mér einhvernveginn skrítið að lesa um hversdagslega hluti hjá mínum nánustu...
Verð víst að fara að skoða þetta blogg svo að það sé amk. einhverntímann minnst á mann hérna.
Þórdís

26 janúar, 2007 11:50  
Blogger yanmaneee said...

hermes belt
air force 1
lebron 15 shoes
christian louboutin shoes
kobe basketball shoes
golden goose outlet
yeezy
jordan 4
kate spade handbags
steph curry shoes

14 ágúst, 2020 13:56  

Skrifa ummæli

<< Home