þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ég vil bara byrja á því að óska öllum gleðilegst nýs árs og vona að allir hafi haft það sem best yfir hátíðarnar. Ég hafði það allavega mjög gott, át eins og ég ætti lífið að leysa og þetta væri mín síðasta máltíð í öll þau skipti sem ég sat við troðið borðið í veislunum yfir hátíðarnar. Fannst maturinn allavega ekkert vondur. Fékk fullt af fínum gjöfum og fannst þessi "stress" tími bara koma vel út. Svaf reyndar frekar illa en það skiptir engu máli.

Ég fór í gamlársbolta með strákunum í Gróttu sem var algjör snilld, átti flottasta move-ið en jafnframt ömurlegasta move-ið þar sem ég skoraði ömurlegt sjálfsmark. En í staðinn setti karlinn eitt gott mark. Eftir boltan var ég að drepast í líkamanum sem segir mér mjög margt um ástand mitt líkamlega. Maður þarf greinilega að taka sig á. Um kvöldið var sprengt fyrir allan peninginn og mér fannst þetta vera algjört snelldar kvöld.

Svo fer að styttast í þetta, ég á ammmæli 11 janúar. Veit nú ekki alveg hvað ég ætla að gera í tilefni hækkandi aldurs. En mar finnur uppá einhverju skemmtilegu að gera. Over and out!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ööömurlegur frændi!! Kemur og kommentar á síðunni hjá okkur frænkum og ÉG fæ enga kveðju?! :( erum við ekki skyld? we share the same blood! Ég er sár og svekkt... allavega...las ekki bloggið, þannig... allavega þá var ég að uppgötva að það er bara vika á milli okkar, ég á afmæli 18. janúar;)

09 janúar, 2007 00:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu. Bið að heilsa Evu. Hafiði það gott. Og innilega til hamingju með nýja kúlubúann:)

09 janúar, 2007 01:05  

Skrifa ummæli

<< Home