þriðjudagur, janúar 09, 2007

Þá er skólinn að byrja í dag, er nú varla að nenna því. Fannst þetta frí fara bara fram hjá mér. Ég er svo þreyttur ennþá að ég er ekki að ná mér fram úr rúmminu á morgnana. Ég get nú samt ekkert kvartað, ástin mín hún Eva er ekkert sérstaklega vel hvíld. Hún er mun þreyttari að sjá en ég og ég hálf partinn finn til með henni. Væri alveg til í að taka eitthvað af þessari þreytu af henni svo að henni líði aðeins betur. En þá er komið að fréttum:
1. Við Eva erum að fara í 20 vikna sónar í næstu viku, þann 18. Jan og þá koma myndir
2. Við Eva erum að fara til Danmerkur 26. Jan og verðum í 5 daga hjá Dabba brósa
3. Ég er að byrja í "prófum" aftur þar sem ég er að fara í lokapróf 13. Jan í íþróttanuddi
4. Davíð og Gerður byrja í prófum 15. Jan og eru búin 22. Jan
5. Ég er að byrja í átaki í dag, lyfta og hreyfa sig í hádeginu á hverjum degi næstu 3 mán
6. Mamma er á fullu að laga nýju íbúðina og taka hana í gegn
7. Ég og Eva erum aðeins byrjuð á því að leita okkur að íbúð, helst í vestuhluta borgarinnar.

Over and out!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rólegur vinurinn, við byrjuðum sko í prófum 8.jan ;) og það var ömurlegt próf http://bscbim.com/viewtopic.php?t=6
þetta eru komment frá fólki í okkar bekk varðandi prófið. Enn alla vega hlakka til að fá ykkur.

10 janúar, 2007 18:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég tek þig í sátt frændi;) og til hamingju með að verða pabbi:D Vá hvað mér finnst það frábært:) Við heyrumst félagi...:)

11 janúar, 2007 01:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn frændi...:*

11 janúar, 2007 10:28  

Skrifa ummæli

<< Home