mánudagur, janúar 15, 2007

Þokkalega massív helgi að baki, ég fór í próf á laugardeginum sem var nokkuð erfitt þar sem ég fékk erfiðasta verkefnið af 3 sem voru í boði en náði að tækla það. Um daginn var síðan farið í það að hjálpa til á Nesveginum á tveim stöðum, annarsvega á 52 þar sem ég bý og svo á 63 þar sem mamma er að flytja. Maður sá sóma sinn í því að hjálpa mömmu gömlu með pensil í annarri og bjór í hinni. Það var hrikalega "gaman" en eftirá er mjög skemmtilegt að sjá muninn. Sunnudagurinn fór í það að fara í skólan og fá einkunina frá deginum áður. Mér gekk nú sæmilega og er núna búin að ná Klassísku nuddi, Svæðanuddi og Íþrótanuddi.

Þessi vika verður algjört yndi þar sem við Eva erum að fara í 20 vikan sónar á Fimmtudaginn. Mæðraskoðun er á föstudaginn og svo um kvöldið á föstudaginn er frændadjamm, Ómar frændi, Skúli og Steini að Norðan og svo ég og Íbbi aka "tankur". Annars er að byrja kennsla á nýju nuddi í skólanum, heildrænt nudd hjá Fjólu sem er aðeins búin að vera með okkur og ég býst við því að það verði geðveikt skemmtilegt.

Í dag eru 11 dagar í ferð til Denmark til Dabba brósa og Gerðar. Við förum 3 út, Eva fer með Sæunni vinkonu sinni til Köben og ég fer einn til Århus. Svo tvem dögum seinna kemur Eva til mín og Sæa fer heim á klakan. Við verðum í 2 daga hjá D&G og förum svo heim. Verður bara gaman. Og ekki er verra að HM í handbolta er að fara að byrja.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djö hvað ég hlakka til að fá ykkur, loksins búinn með helv... stærðfræðina, svo er bara að massa IT-ið. Það verður slatti af öli í ísskápnum (alla vega fyrstu 2 dagana) ;) og svo verður bara "munch" á sunnudeginum og mánudeginu....kannski smá öl

15 janúar, 2007 15:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingu með litla bumbubúann:) Þið hringið bara ef ykkur vantar pössun;)

16 janúar, 2007 19:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi hitti ég frændur mína á skrallinu á föstudaginn, mín er nebbla á leiðinni í bæinn á djammið ótrúlegt en satt...heheheh;)

17 janúar, 2007 13:49  
Blogger Maria Th said...

Tillukku með bumbubúann! Frétti af gleðigjafanum hjá Hönnu Lilju..
Hafið það öll sem bestast!!
Kveðja frá gömlum kvennskælingi, María Th.

17 janúar, 2007 22:32  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ ætlaði bara að kvittasmitta.. og kannski að tikynna það að litla kríllið er bara alveg eins og pabbi sinn.. *hóst*

kv, Saga litla rauða gerpið!

18 janúar, 2007 00:49  

Skrifa ummæli

<< Home