miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég er orðin nörd!!! Búhhhaaaahahahahaha! Þetta er án efa í fyrsta skipti sem ég get kallað sjálfan mig nörd! Ég gjörsamlega missti mig í Rafeðlisfræði í dag, fékk niðurstöðu úr prófi sem ég tók í gær og ég fékk 9,4 sem er bara nörda/snillinga einkunn, og ég fékk hana......hvað er að gerast með mig? Mér leið svo skemmtilega undarlega þegar ég fékk prófið að ég gat ekki setið kyrr, gjörsamlega fór í loft af gleði! Ég fékk leyfi hjá kennaranum að fara fram á gang til að fagna góðum áfangasigri mínum á annars ekkert sérstöku námskerfi! Nú veit ég afhverju það er gaman að fá svona hátt......þá getur mar litið niður á hina og verið geðveikt sáttur við sjálfan sig að vera gáfaðari en hinir.....ekki að það komi oft fyrir mig! Bara gaman af þessu.

Jæja...þá er mar að spá í hvað mar á að eyða páskafríinu sínu í!Ég er svo í lausu lofti með það. Spurning um að fá einhverjar hugmyndir! Páskafríið byrjar 7 apríl og er til 20 apríl eða eitthvað.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nördi....nördi.....nördi... hahaha en er ekki málið að detta'íða um helgina, en spurningin er bara hvað er þetta "Það" sem fólk er alltaf að detta í :)

30 mars, 2006 17:30  

Skrifa ummæli

<< Home