Þá eru það stóru fréttirnar sem flestir eru nú búnir að heyra af, við Eva eignuðumst gullfallega og yndislega prinsessu síðasta þriðjudag, eða á þeirri skemmtilegu dagsetningu 05.06.07. Litla skvísan okkar var rúmar 14 merkur, 3585 gr. og 50 cm. Það er nú ekki til frásögu færandi en allt sem er tengt prinsessunni okkar og tölum er ótrúlega skemmtilegt. Kennitalan hennar er mjög flott, 050607-3210 og hún fæddist kl. 13:57 eða 1357. Prinsessan okkar er sú sprækasta og Evu heilsast vel. Prinsessan okkar fæddist með mikið dökkt hár og lætur nú ekki mikið í sér heyra nema þegar henni langar í að borða. Og ekki er það nú hátt ef hún lætur í sér heyra. Hún er algjört yndi og við erum að rifna úr stolti. Ég læt nokkrar myndir fylgja en eins og er þá erum við ekki að vilja eyða tíma í að gera barnalandsíðu en það verður gert von bráðar.

Svo er ekki langt í það að fleiri fréttir og myndir komi inná netið.
Hérna er yndislega prinsessan innan við mínutu gömul! Komin beint í fangið á mömmu!
Hérna erum við saman á okkar fyrsta kvöldi sem fjölskylda!
Hérna er ég komin heim að kúra í rúmminu hjá ömmu Gullu og afa Svenna
24 Comments:
Guð minn góður hún er yndisleg:o)
Innilega til hamingju með frumburðinn, passið vel upp á fallegu fjölskylduna ykkar :o)
kveðja
Guðrún H (nuddskólastelpa)
Til hamingju með fallega stúlku :) Ég er ekki frá því að hún sé nú sláandi lík þér Ágúst... Hafið það annars alveg æðislega gott.
hæ aftur...varð að tjekka hvort það væru komnar myndir af prinsessunni og jiii hvað hún er yndislega fallega...algjört gull:)
Farið vel með ykkur litla fjölskylda og njótið þess að vera saman;)
kveðja áslaug, benni og brynja katrín
Guð hvað maður er sætur með svona mikið hár:) Innilega til hamingju með litla gullið..
þetta er örugglega sætasta barn sem ég hef seð með svona svaka mikið hár:) innilega til hamingju:):)maður verður nú að fara að kíkja í bæin til að sjá litlu dúlluna í persónu;)
Innilega til hamingju með prinsessuna. Hún er ekkert smá sæt:) Hlakka til að sjá ykkur:)
Hæ Inga Rósa hérna, langaði bara að segja að sú litla er algjört æði. Innilega til hamingju með litlu dótturina :)
kveðja Inga Rósa Ragnarsdóttir
Til hamingju með prinsessuna! Hún er algjört æði!!!
Hafið það sem allra best!
Kveðja Hildur ;) (úr SLS & fimó)
Vá hvað hún er æðisleg, ekkert smá falleg enda ekki við öðru að búast;)
Hafiði það gott litla fjölskylda og ég hlakka til að kíkka á ykkur;)
Sælir, Innilega innilega innilega til hamingju með litla krílið, algjört rassgat, manni vöknar nú bara um augun þegar maður sér svona kríli, hmhmm nei nei ég er karlmaður og karlmenn fara ekki að gráta huhuhmmm nei nei ég er bara að rugla eitthvað, hafiði það annars bara rosalega gott og gangi ykkur súper vel, sem ég efast ekki hið minnsta um að þið gerið, enda fæddir foreldrar:)
Kv. að norðan Siggi Þrastar
Elsku Ágúst og Eva!
til hamingju með litlu dúlluna hún er ekkert smááá sæt !
Hún er ekkert smá lík þér kæri frændi !
kveðja,
frá öllum í helgamagrastræti 22
(Árni, Agnes, Skúli, Sigríður, Helga Rún & Unnur Anna ;***
innilega til hamingju fallega familíla :D ótrúlega yndislega falleg stúlka enda búin til úr góðum genum;) og verð nú að minnast á það hvað kennitalan er sjúkt töff :D
hafið það ótrúlega gott elsku dúllur - ps. gaman að eiga svona fallegar frænkur;)
Jiminn hvað hún er yndisleg. Ég er ekki frá því að hún sé alveg sláandi lík pabba sínum ;) Innilega til hamingju aftur bæði tvö, farið vel með ykkur og njótið nýja hlutverksins í botn. hlakka til að sjá ykkur í júlí.
stór knús frá Köben, Hanna Lilja
Jemin hvað prinsessan ykkar er mikil rúsínukrúsína og með allt þetta svarta hár....ekki leynir faðernið sér;o) Hafið það gott litla fjölskylda;o)
Kv Halla
Elsku Agust og Eva
Til hamingju með litlu dúlluna .
Hún er aldeilis lík þér Ágúst minn.
Ég óska ykkur alls hins besta.
Kær kveðja, Lillý langömmusystir
og Kiddi.
Hún er algjört æði litla prinsessan. Gaman að geta séð hana svona fljótt;o)
Kv Lollý og co
Sælar turtildúfur og innilega til hamingju kveðja frá Akureyri Baddi,Ásdís og strákarnir.
va tad er sko svipur! frabaert ad fa a sja myndir :) ekkert sma falleg!!!
Hlakka til ad sja fj0lskylduna seinna i sumar.
Bestu kvedjur fra grikklandi.
Til hamingju með fallegu dótturina. Hún er lík pabba sínum sú litla..hafið það sem allra best í sumar:o)
Elsku Ágúst og Eva innilega til hamingju með prinsessuna..jii hvað hún er sæt:) og kennitalan er náttúrulega bara töff eins og þið öll
hafið það rosalega gott
Eva Margrét
Til hamingju elsku sætasta fjölskylda... hlakka mikið til að koma heim og sjá litlu prinsessuna;)
bestu kveðjur frá Luxembourg
...siGGa...(litla) ;)
mikið getiði verið stolt!! sjáumst fljótlega
Hæ Ágúst, smá kveðja frá
london.. Til hamingju með litlu dúlluna, mar er búinn að bíða spenntur eftir þessu so lengi. Hún er algert yndi og alveg ótrúlega lík þér hehe :)
ég kem heim von bráðar og vonast til að geta hitt ykkur og séð stelpuna!
Kv. Kolla :D
Jæja elskurnar, hvernig væri að koma með smá update? Fleiri myndir af músinni og svona, smá pistil um hvernig henni og ykkur öllum gengur :D Love you guys :*
Skrifa ummæli
<< Home