þriðjudagur, ágúst 14, 2007

(Frá Evu)
Hæ hæ öll sömul.
Já, ég veit. Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að opna barnalandssíðuna og allt það en það er bara alveg ótrúlegt hvað það er mikið að gera hjá manni þegar maður er ekki að gera neitt!!! Ég sem hélt að það yrði svo rólegt með litla krílið en þvert á móti þá er bara full dagskrá alla daga. Reyndar er það aðallega sólinni að kenna að ég er ekki búin að opna síðuna því ég er ekki alveg að vilja eyða tímanum inni í tölvunni þegar ég get verið úti í sólinni að spóka mig

En well, mér tókst það loksins að koma síðunni í gagnið og þó hún sé ekki alveg fullgerð ákvað ég samt að opna hana. Þið verðið þá líka að lofa því að skrifa í gestabókina Annars er bara allt það besta að frétta af okkur. Ágúst var að hætta í vinnunni í dag og svo skellum við okkur öll 3 til Davíðs og Gerðar í Danaveldinu mikla á morgun og ætlum að spóka okkur þar í 2 vikur Síðan tekur bara skólinn við hjá mér þegar heim kemur og fæðingarorlof hjá Ágústi. Litla snúll braggast ekkert smá vel. Hún er algjört æði, alltaf brosandi og mikil partýpía, vill alltaf vera með í öllu.


En þið skoðið hana bara betur á barnalandi.
Slóðin er:
gullid.barnaland.is
Lykilorðið er nafnið hans Ágústar á msn. Þeir sem ekki vita senda okkur bara e-mail á
evasv@hi.is.
Kveðja
Eva, Ágúst og litla mús

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elskurnar mínar er ekkert að gerast hjá ykkur þessa dagana :)
Hvernig væri nú að blogga aðeins.
Elska ykkur mikið mikið.
Kveðja mamma og amma

18 september, 2007 18:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elskurnar mínar þarf ég að fara að blogga fyrir ykkur :)
Hvernig er það með skírnarmyndirnar eru þær ekki að fara að koma inn á síðuna hennar Maríu Lífar.
Kveðja
Mamma og amma

17 október, 2007 14:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælt veri fólkið og til lukku með þá litlu. rakst á þessa síðu fyrir algjöra slysni. Nú er bara málið hvort þú mannst eftir mér Ágúst minn ??. Það væri gaman að taka ein hitting við tækifæri. Verðum í bandi kv. Þorvarður Helgi
p.s. thorvardurh@ru.is

03 febrúar, 2008 01:10  

Skrifa ummæli

<< Home