miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Konan eftir 1 mánuðKonan eftir 3 mánuði
Konan eftir 5 mánuði
Svo koma myndir fljótlega af litla erfingjanum
Já, það er smá tími síðan ég hef bloggað síðast og margt búið að gerast. Eins og er þá erum við Eva fósturforeldrar þriggja yndislegra barna og erum flutt í Fossvoginn næstu 4 dagana og höfum verið þar í 4 daga. Ég er sem sagt 3(4) barna faðir eins og er, bara gaman. Reyndar var litla skvísan sem við erum að passa veik í 3 daga og svo er ég veikur núna og svo er það tropið, einn strákurinn var að mælast með næstum 40 stiga hita í dag. Þar er veikinda festival hjá okkur. En þessi kríli eru alveg þess virði, hef bara gaman af því að vera með þau og finna það í manni að það sé smá pabba gen þarna á bakvið. Held að ég verði bara ágætur pabbi með þessu áframhaldi.
Það sem er svo aðallega í fréttum er það að við erum búin að kaupa okkur kerruvagn fyrir erfingja okkar. Keyptum hann af stelpu sem var með mér í Kvennó og ég vissi ekki einu sinni að hún ætti barn, var mjög fyndið þegar ég kom að kaupa vagninn og þar sá mar Auði sem var í 4-T ef ég man rétt. Svo vorum við að fá fjölskylduvögguna sem fjölskyldan hennar Evu á og er búið að nota í 2 ættliði ef ég man rétt. Svo erum við aðeins byrjuð að fá smá af fötum gefins og svona.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Long time no see! En ég veit að það er langt síðan ég bloggaði, sem er reyndar fínt. Hef ekki haft neitt mikin tíma til þess. Ég er komin með nýja vinnu hjá Þvottahúsinu A. Smith sem er bara nokkuð fínt og býst alveg við því að vera þar í einhvern tíma. Svo er það skólinn, ég er búin að vera að læra sogæðanudd sem mér finnst bara vera leiðindar klapperí. En það á örugglega eftir að vera aðeins skemmtilegra þegar líður á. Annars er nú ekki mikið að frétta af mér, er bara búin að vera hálf latur eitthvað.
Annars er bara fínt að frétta af konunni minni, hún er með svo sæta kúlu sem stækkar bara með hverjum deginum sem líður og mér finnst það mest sætast í öllum heiminum. Mjög sexý núna, veit ekki hvernig ég verð orðinn eftir 2 mánuði, það þarf örugglega að halda mér frá henni, hún er svo mega flott.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Jæja, fyrirsögnin á blogginu mínu segir mjög margt, ég er án efa einn óheppnasti maður sem til er. Mér var sagt upp í vinnunni á mánudaginn 22. Jan. og er ekki ennþá búin að átta mig á þessu öllu, er í hálfgerðu sjokki. Þessir menn eru ótrúlegir hræsnarar. Þeir segja mig hafa verið of mikið á Internetinu og þess háttar en ég stend fast á því að það sé kjaftæði. Það er bara verið að segja mér upp vegna þess að ég á von á barni. Þeir voru að telja saman einhvern skít á mig sem var meira en kjánalegt og var svo mikill titlingaskítur að það er ekki þess verðugt að nefna það. Svo er það besta, þegar hann sagði við mig ástæðuna fyrir uppsögninni þá fór ég að hlæja, ekki af því að þetta var svo fyndið, heldur af því að þetta var svo mikið kjaftæði. Hann nefndi það að ég hefði eitt allt upp í 6 tímum af 8 á einum vinnudegi í því að hanga á netninu. Mesta bull og steypa sem ég hef fengið í mín eyru á ævinni. Ég er sem sagt atvinnulaus og ástæða þess er að eigendur ESKIMOS ráku mig á röngum forsemdum. Ég er hreint út sagt ekki sáttur. Er núna að leita mér að vinnu.

Annað er það að ég var hjá Davíð og Gerði í Århus fyrir rúmlega viku síðan. Ferðin var æðisleg fyrir utan 2 hluti. Ég var tekin í "alsherjar" skoðun 2 sinnum og 1 sinni í tollskoðun af 4 skiptum. Stóð á mér, takið Ágúst í skoðun eða? Ég var svo hátt í 10 tíma til Århus með flugi, lest og biðum. Segi ekki að það hafi verið gaman. En í heildina var þetta æðislegt, borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega. Kynntist fínu fólki, Ósk og Elvari sem eru algjörir snillingar. Verslaði aðeins og skoðaði mig um þarna, falleg borg og skemmtilegt mannlíf. Langar bara að fara þangað aftur. D&G, takk fyrir allt, þið eruð yndi og ég get ekki beðið eftir því að hitta ykkur aftur.