miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Já....dagurinn í gær var ekki sá lukkulegasti. Ég fór í gær í nuddskólann og allt gekk rosalega vel nema að ég ákvað að fá mér Gráfíkjukex frá Frón og fékk mér fyrsta bitan og vitir menn það brotnaði í mér tönn. Það var helvítis steinn í kexinu. Þannig að ég er að fara að til tannlæknis að láta redda tönninni minni. Ætli mar fari ekki ekki til konunnar!
Svo kom ég heim nokkuð svektur og pirraður og þá biður ástin mín mig að koma út að labba með sér og ég er nátturulega svo yndislegur að ég gerði það. Svo þegar við erum að labba í innkeyrsluna þá datt ég beint á hausinn og snéri á mér öklan. Fann ekkert fyrir því þá en um nóttina svaf ég ekki eina mínútu. Er búin að vera að drepast í öklanum í allan dag. En er að fara í skólan og heyri fljótlega í ykkur aftur, endilega kommentiðið eitthvað á póstana.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Sómi......Sómi......Sómi er vibba fyrirtæki. Það er orð að sönnu. Ég vinn mikið við það að fara út á land og því er ég oft að kaupa mér nesti á bensínstöðvum og sjoppum. Get sagt ykkur það að ég er komin með nett ógeð á þessum samlokum sem þeir bjóða uppá. Ekki nóg með það að þær eru dýrar þá er ekkert á þeim nema majones. Fyrir ca. 3 vikum síðan sá ég nýjung hjá þeim sem er flatkaka með hangiketi og salati. Ég hoppaði af kæti og hætti ekki að hoppa því að þetta var nú nokkuð billigt miðað við Sóma-verð. Kostaði einungis 135.- íslenskar krónur. Í morgun fór ég fram úr og ætlaði að fá mér brauð en það var meiglað þannig að ég neyddist til að detta í Sóma-flatköku í morgun en hvað gerðist? Ég minni fólk á að þetta er 1 stk. Þeir voru með hana á tilboði á 299.- en venjulegt verð er 349.- Eru þeir ekki að grínast? Ég labbaði í rekkan fyrir aftan og sá þar rjúkandi heitar flatkökur sem var verið að koma með í búðina, tók pakka og eina dollu af SS - hangikjötsalati og það kostaði mig 289.- Sem sagt 10.- ódýrara að fá sér 4 stk af flatköku en 1 stk. Hvernig er hægt að setja 300% álagningu á eina flatköku?

Hér og nú mun ég aldrei aftur versla við eins mikið skítafyrirtæki eins og sóma. Sorglegt að þeir skuli vera að taka okkur í ósmurt .............!

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Já...ég veit að ég er búin að vera hauglatur að skrifa á bloggið. En mér er bara eiginlega alveg sama, það er snjór úti sem ég elska!! Ég reyndar hef ekkert sérstaklega gaman af því að grafa bílinn minn úr sköflum en það er vibba gaman að keyra. Ég er reyndar ennþá á sumardekkjunum en það er ekkert að stoppa Grænu Þrumuna. Við erum að tala um það að þruman þýtur í gegnum skaflana, fram úr jeppunum og öllum þessum vitleysingum sem kunna ekkert að keyra. Þruman er alltaf ssssssiiiiiiiideways! Gerist ekki betra. Ég er búin að vera með bros á vör síðan snjórinn ákvað að sína sig. Fólk er örugglega farið að halda að ég sé eitthvað skrítinn, fór meira að segja út í snjóinn með Hönnu sem er með mér í Nuddskólanum og fór í snjókast, reyndar ákvað að kaffæra henni sem vakti upp snilldar minningar þegar ég tók Davíð og Ívar með sitthvorri hendinni og kaffærði þeim án þess að hafa fyrir því. Þeir spriklandi með hausinn í snjónum og ég bara að chilla. Hafði nákvæmlega ekkert fyrir þessu. Vorkenni strák greyjunum aðeins að hafa ekkert í kjallinn. Byssurnar alveg að jarða þá!!En frá hetjusögunum í nútíman. Ég er á fullu að leita mér að vetrardekkjum á þrumuna. Annað er það að ég vil óska Mörthu og Heimi til hamingju með litla sæta strákinn sem þau voru að eignast.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Datt á þessa umsókn gaurs hjá McDonalds á netinu, fannst þetta frekar fyndið og ákvað að henda þessu hingað inn!

NAME: Greg Bulmash

SEX: Not yet. Still waiting for the right person.

DESIRED POSITION: Company's President or Vice President. But seriously, whatever's available. If I was in a position to be picky, I wouldn't be applying here in the firstplace.

DESIRED SALARY: $185,000 a year plus stock options and a Michael Ovitz style severance package. If that's not possible, make an offer and we can haggle.

EDUCATION: Yes.

LAST POSITION HELD: Target for middle management hostility.

SALARY: Less than I'm worth.

MOST NOTABLE ACHIEVEMENT: My incredible collection of stolen pens and post-it notes.

REASON FOR LEAVING: It sucked.

AVAILABLE TO WORK: Of course! That's what I'm applying.

ANYSPECIAL SKILLS?: Yes, but they're better suited to a more intimate environment.

MAY WE CONTACT YOUR CURRENT EMPLOYER?: If I had one, would I be here?

DO YOU HAVE ANY PHYSICAL CONDITIONS THAT WOULD PROHIBIT YOU FROM LIFTING UP TO 50 LBS?: Of what?

DO YOU HAVE A CAR?: I think the more appropriate question here would be "Do you have a car that runs?"

HAVE YOU RECEIVED ANY SPECIAL AWARDS OR RECOGNITION?: I may already be a winner of the Publishers Clearinghouse Sweepstakes.

DO YOU SMOKE?: On the job, no; on my breaks, yes.

WHAT WOULD YOU LIKE TO BE DOING IN FIVE YEARS?: Living in the Bahamas with a fabulously wealthy dumb sexy blonde super model who thinks I'm the greatest thing since sliced bread. Actually, I'd like to be doing that now.

DO YOU CERTIFY THAT THE ABOVE IS TRUE AND COMPLETE TO THE BEST OF YOUR KNOWLEDGE?: Yes. Absolutely.

SIGN HERE: Aries.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Þá eru það stóru fréttirnar, ég er komin með rétt til að nudda gegn greiðslu, bara að bjalla í kjallinn og ég geri allt sem ég get til að veita ykkur unaðslegt nudd, EKKI erótískt, orðið frekar leiðinlegur brandari!

Annað er Jólaumstangið sem byrjaði í byrjun Okt. Ég bara skil ekki þessa bull áráttu hjá þessu búðarpakki að byrja á þessum skreytingum áður en laufin falla af trjánum. Þetta gerir það að verkum að við missum frá okkur hugsunina um tilgang jólana, þessa góðu tilfinningu að það styttist í þetta, ég nenni ekki að vera að spá í jólagjöfum í september - október. Mér finnst bara persónulega að það ætti að setja lög um Jólaskreytingar. Mér finnst að það eigi að setja þær upp 1. DES og ekki degi fyrr. Jólalög séu ekki spiluð fyrr en 7. Des og þetta jólamadness hverfi aðeins úr stressinu okkar. Mér finnst óþægilegt að hafa þetta stress-jóla-bull hangandi yfir hausum svona lengi!

Svo er það dagurinn í dag, vibba veður, 30 metrar á sec. og rigning og ég þarf að vera með hóp frá hádegi til 21:00 í kvöld, mjög skemmtilegt!